Þriðjudagur 26. september 2023

Ferðalag til Finnlands

Þátttaka Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum

Undanfarinn áratug hefur Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum að jafnaði verið með eitt samstarfsverkefni með erlendum skólum á hverri önn. Þetta samstarf er einstaklega gefandi og vekur nemendur okkar til umhugsunar um stöðu jafnaldra þeirra víða um heim. Þessi verkefni ganga þannig fyrir sig að fjórir til fimm skólar frá mismunandi þjóðlöndum tengjast í gegnum alþjóðleg samtök eins og Erasmus eða Nordplus. Samstarfsskólar okkar að þessu sinni koma frá Þýskalandi, Eistlandi, Finnlandi og Hollandi og einmitt í síðustu viku fóru fjórir nemendur auk tveggja kennara til Kalijoki í Finnlandi.

 

Verkefnaval

Mannfjölgun og almenn umhyggja fyrir umhverfisvernd um allan heim hefur verið ofarlega í huga ungs fólks á undanförnum árum. Verkefni sem tengjast umhverfisvernd, sjálfbærni og grænu lífsmynstri hafa því verið þeim ofarlega í huga. Að þessu sinni sameinuðumst við að vinna verkefni sem kallast „Hæfni 21.  aldar“.

Tenging verkefnanna við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er einnig mikil og í þessari ferð okkar var unnið sérstaklega að lausnum sem tengjast heimsmarkmiði númer 11 „Sjálfbærar borgir og samfélög“. Nemendur fundu sjálfir eitthvert vandamál sem tengdist lífi í stórborgum, greindu vandann og leituðu lausna. Í ferlinu stofna nemendur einnig fyrirtæki sem gæti tekið á vandanum en einnig hagnast svo að fyrirtækið héldi velli. Metnaðarfullt verkefni fyrir ungt og skapandi fólk.

Skemmst er frá því að segja að samvinna þátttakenda var til fyrirmyndar og hugmyndabrunnur þeirra virðist óþrjótandi. Nemendur ná töluverðri tengingu við það að vinna þétt saman og leita lausna á vandamálum sem eru raunveruleg. Þau geta einnig miðlað af sínum reynsluheimi því hver þjóð hefur eitthvað að bera á borð fyrir alþjóðasamfélagið. Þekktar lausnir í einu landi hafa e.t.v. aldrei verið notaðar í öðru. Má þar nefna að orkuöflun á Íslandi er afar ólík orkuöflun í Hollandi, Þýskalandi eða Finnlandi.

 

Hvað situr eftir?

Eitt er að vinna að skapandi verkefnum og annað er að hafa gaman að verkefninu sjálfu. Það er stundum sagt að þegar þú ferð eitthvert þá er það ekki endilega áfangastaðurinn sem er eftirminnilegastur heldur sé það ferðalagið sem kom þér á staðinn. Sama er e.t.v. hægt að segja um samstarfsverkefni að þessu tagi. Þegar okkar nemendur hugsa til baka eftir áratug þá verður verkefnið sjálft ekki það sem stendur upp úr heldur sú minning og vissa að þau eigi vini í fjarlægu landi, vini sem komu og gistu hjá þeim heima í Eyjum og vini sem þau heimsóttu í óþekktu landi. Á undanförnum árum hafa skapast mörg vinasambönd í gegnum þessi verkefni, tengsl sem halda til framtíðar. Hlúum því að alþjóðasamstarfi í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is