04.04.2020 kl 22:38
Í ljósi þess að búið er að gefa út appelsínugula viðvörun um allt land fyrir morgundaginn vegna vonskuveðurs, hefur verið ákveðið að seinka brottför Herjólfs á morgun bæði frá og til Vestmannaeyja.
Ákvörðun um tímasetningar verða gefnar út kl: 10:00 í fyrramálið og við komum til með að senda skilaboð á þá farþega sem eiga bókað, sem og setja stöðuuppfærslu á okkar miðla.
Forsíðumynd Tói Vídó