Flutningur á félagsmiðstöð unglinga og endurnýjun á skrifstofuaðstöðu fjölskyldu- og fræðslusviðs.
Meirihluti bæjarstjórnar tekur undir með fjölskyldu- og tómastundaráði. Í þessum flutningi felast mikil tækifæri fyrir Féló til að efla starfið og bæta aðstöðuna. Mikilvægt er að gefa starfsmönnum, nemendaráðum og þeim krökkum sem nýta sér Féló tækifæri til að koma að skipulagningu og ákvörðunum um áherslur á nýjum stað.
Jóna sigríður Guðmundsdóttir
Íris Róbertsdóttir
Njáll Ragnarsson
Elís Jónsson
Bæjarfulltrúum D-lista höfðu þetta um málið að segja:
Með ráðstöfun fjármuna til endurbóta á húsnæði Rauðagerðis er verið að byrja á öfugum enda. Eðlilegt er að fyrir liggi ákvörðun um framtíðarhúsnæði undir bæjarskrifstofur Vestmannaeyjabæjar, sem eru nú að hluta til með starfsemi í húsnæði Rauðagerðis. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir er fyrst hægt að taka ákvörðun um veruleg fjárútlát varðandi endurbætur á því húsnæði, sem mögulega verður ekki notað í núverandi mynd í náinni framtíð. Það sama má segja um starfsemi félagsmiðstöðvar og Strandveg 50. Hér vantar stefnumótandi ákvarðanir hjá H- og E- lista. Meðan þær liggja ekki fyrir er verið að kasta fjármunum útum gluggann, sem er afar vond meðferð á skattfé almennings.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Trausti Hjaltason
Helga Kristíns Kolbeins
Íris bæjarstóri svarði þessu með að segja frá því að Hvíta húsið sé hugsað sem framtíðar húsnæði fyrir féló og ýtrekaði að þetta sé ekki bráðabyrgðar húsnæði.
Flutningur á félagsmiðstöð unglinga og endurnýjun á skrifstofuaðstöðu fjölskyldu- og fræðslusviðs var samþykktur með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.