Félag dýravina í Vestmannaeyjum

Stofnfundur áhugafólks um velferð dýra í Vestmannaeyjum var haldinn að miklu fjölmenni þann 5. mars síðastliðinn.

Félaginu var gefið nafnið Félag dýravina í Vestmannaeyjum. 

Kosið var í stjórn og hana skipa:

Þóra Gísladóttir, formaður

Sonja Andrésdóttir, varaformaður

Georg Eiður Arnarsson

Elín Björk Hermannsdóttir

Daníel Edward Jónsson

Elísa Hallgrímsdóttir

Marsibil Sara Pálmadóttir.

Facebooksíða félagsins er Dýravinafélag Vestmannaeyja.

Fyrir þau sem vilja hafa samband við þau þá eru þau með netfangið: 

dyravinafelagvestmannaeyja@gmail.com

Stjórnarmeðlimir vilja ítreka við gæludýraeigendur að hirða upp eftir sín dýr.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með geta sent tölvupóst á félagið eða haft samband við stjórnarmeðlimi.

Í samtali við Sonju Andrésdóttur sagði hún að það væri mikil vinna farin í gang. En þau eru að herða á að koma húsinu við Malarvöllinn í lag svo hægt sé að taka á móti dýralæknum. En hingað hafa ekki komið dýralæknar í 7 mánuði. Einnig erum við í viðræðum við Herjólf um að koma upp aðstöðu fyrir dýrin okkar eða plássi þar sem við getum verið með dýrin. 

Það er ýmislegt sem mætti bæta hér fyrir dýrin okkar og erum við með margar hugmyndir en við munum gera okkar besta til að koma þessu öllu í góðan farveg. 

Það er alltaf gott að fá ábendingar svo að ef að fólk vill þá má endilega senda okkur tölvupóst á netfangið okkar, segir Sonja að lokum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search