fasteignasala opnar á strandveginum

Halldóra Kristín Ágústsdóttir er á næstunni að opna fasteignasölu í húsinu Valhöll, Strandvegi 43a í Vestmannaeyjum

Hún er að leggja lokahönd á endurbætur að innan og gera snyrtilegt að utan. Hún mun vera í samstarfi við Bæ sem er rótgróin fasteignasala staðsett í Kópavogi og á Selfossi. Hana hlakkar mikið til að þjónusta Vestmannaeyinga og leggur upp úr því að veita faglega og persónulega þjónustu, vönduð vinnubrögð og umfram allt gott viðmót.

Tígull heyrði í Dóru og fékk nánari upplýsingar um Fasteignasöluna.

Hefur þú haft lengi áhuga á þessu sviði?

Já það má segja það, það eru ansi mörg ár síðan mamma sagði við mig að ég ætti að starfa við þetta því ég hafði svo mikinn áhuga á markaðinum og vissi alltaf hvað var á sölu hér í eyjum hverju sinni. Það tók mig samt nokkur ár að átta mig á því að þetta væri málið. Áður en ég fór í löggildinguna kláraði ég viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri sem á eftir að nýtast mér vel núna þegar ég fer að starfrækja mitt eigið fyrirtæki.

Hvað heitir fasteignasalan þín?

Þar sem ég er í samstarfi við fasteignasöluna Bæ þá mun ég notast við nafnið Bær Vestmannaeyjum.

Hvernig er staðan á markaðnum í dag?

Á landsvísu hefur verið skortur á eignum og framboð því minna en eftirspurn, verðið í hámarki og mikið um að eignir séu að seljast á yfirverði á höfuðborgarsvæðinu. Töluverð eftirspurn eftir minni íbúðum og kannski verið að byggja of mikinn lúxus. Vextir hafa verið mjög hagstæðir.

Ertu ein eða ertu með fleiri starfsmenn?

Ég mun vera ein á skrifstofunni hérna í eyjum en mun vinna í nánu samstarfi við starfsmenn Bæjar upp á landi, það verður gott að hafa þessa reynslubolta á kantinum.

Verður þú með vefsíðu þar sem hægt er að skoða eignirnar í Eyjum?

Já mér finnst það mjög mikilvægt og mun vera með heimasíðu sem verður eingöngu með eignum sem ég er með á skrá hér í eyjum. 

Heimasíðan www.eyjaeignir.is verður tilbúin þegar við opnum.

Nú kláraðir þú starfsnámið hjá Bæ, var það að einhverju leyti frábrugðið því að vera hér í eyjum?

Já það er auðvitað mikið að gera á þessum stóru sölum í bænum, margt í gangi og margar sölur í hverri viku.

Munt þú vera með einhverjar nýjungar?

Ég ætla mér að nýta vel þessa frábæru staðsetningu og vera með auglýsingar á eignum í gluggunum. Það er mikil umferð bíla og gangandi vegfaranda fram hjá og mér finnst ekki spurning að nýta þessa 24 tíma ókeypis auglýsingu. Svo erum við með ýmislegt í deiglunni sem við erum að skoða betur.

Fyrir þau sem eru í hugleiðingum að kaupa eða selja – hvernig er best að hafa samband við þig?

Það er hægt að senda á mig tölvupóst á dora@fasteignasalan.is eða hringja í síma 861-1105. Ég er nú þegar farin að heyra í fólki og er mjög þakklát fyrir það. Svo er auðvitað stutt í opnun á skrifstofunni og þá hvet ég fólk bara til að kíkja til mín í góðan kaffibolla á besta stað í bænum og við förum yfir málin saman.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is