Miðvikudagur 6. desember 2023

Falsfréttir fyrir Kóvita

27.10.2020

Það er heimsfaraldur í gangi og flestir eru með hugann við að gera sitt til að hjálpa og ná árangri. Það vilja flestir ná aftur að fara á tónleika, fara í matarboð og komast í ræktina án þess að vera flokkaður sem „Kóviti“.

Ég hef tekið eftir að fjölmiðlar halda tölunni um fjölda smitaðra hátt á lofti og setja iðulega sem fyrstu frétt, þ.e.a.s. ef Richter skalinn fæst til að haldast rólegur.

Maður horfir á og tekur eftir þessari tölu og fer strax að hugsa um hvort það sé farið að styttast í að nammibarinn opni aftur í Hagkaup. Þegar maður rankar við sér þá hefur þulan rutt úr sér ýmsum öðrum tölum sem ekki var séns að ná, enda öskra hlaupkallarnir og krítarnar á mann úr myrkasta hugskoti drauma sinna.

Þó er nánast aldrei talað um prósentuhlutfall smitaðra úr einkennasýnitökum. Af hverju er það?

Það þýðir lítið að muna tölu dagsins og spá ekkert í fjölda sýnitöku. Fjöldi þeirra sem fer í sýnitöku sveiflast líka og þegar við sjáum fá smit þá er það yfirleitt útaf færri sýnitökum.
Hversu margir reynast smitaðir af þeim sem fóru í sýnitöku ÍE og LSH? Hvernig hefur þróunin verið? 

Þetta hlutfall hefur farið stigvaxandi síðastliðin einn og hálfan mánuð og sýnir engin merki um að vera að fara niður.

Þetta gæti verið vegna þess að þeir sem fara í sýnitöku eru frekar veikir en ekki. Ætli fólk sé farið að þekkja einkennin betur heldur en fyrir mánuði síðan og fari ekki í sýnitöku nema vera nokkuð viss um að vera smitaður? Þannig að mætingin í biðröðina er „veikari“ en áður? Gæti verið. Gæti skýrt einhvern hluta af þessari þróun.

Ég er þó sannfærður um að þessi mynd sýni svart á hvítu að við erum ennþá á mjög alvarlegum stað í heimsfaraldrinum. Ég er sannfærður um að það þýði lítið að slaka á og henda sér strax í skrúfsleik við næsta mann.

Ég vildi óska þess að fjölmiðlar myndu nefna fyrst af öllu þessa prósentutölu og hennar þróun og fylgja því svo eftir með fjölda smitaðra. Þetta er svipað og í golfinu, í dag snýst allt um hver bætir sig mest. Ekki hver er bestur í golfi. Punktakerfið er ágætt og kemur mörgum inn í leikinn en áherslan ætti alltaf að vera hver sé bestur í golfi. Sama og með þessa tölfræði og umfjöllun um hana.

Þessar upplýsingar eru núna neðst í tölulegum upplýsingum á covid.is. Maður þarf að skrolla niður sirka 5 metra þar til maður nær botninum á covid.is. Þar sést niðurbrot á hlutföllum. Hægt er að leggja þau saman sjálfur og með skólabókarvitið að vopni er hugsanlega hægt að skoða þróun, ef maður er heppinn. Því svífa þarf músinni yfir dagspunktana til að það poppi upp blaðra með tölu dagsins og Bam! Klappað og klárt.

Eða

Hafa þessa tölu efst og jafnvel grafið líka svo hægt sé að skoða í hvaða átt við stefnum.
Annars legg ég til að við hlýðum Víði og hlustum öll á Casio Fatso. 


Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Viðskiptafræðingur og rokkari

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is