Falleg athöfn við afhjúpun minnisvarða um pelagus slysið árið 1982

Í morgun var falleg athöfn þegar afhjúpaður var minnisvarði um þá sem fórust í Pelagus slysinu þann 21. janúar 1982

Fimmtudaginn 21. janúar 1982 strandaði Belgíski togarinn Pelagus O 202 austur á nýja hrauni, nánar tiltekið við Prestavík. Það tókst að bjarga 6 skipverjum en 2 fórust. Við björgunaraðgerðina varð það skelfilega slys að björgunarmaður og læknir fórust. Þetta hörmulega slys skildi eftir djúp sár í samfélaginu hér í Eyjum bæði hjá ættingjum og vinum, sama er að segja um vini og ættingja í Ostende í Belgíu.

Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja ákvað á síðasta ári að gangast fyrir því að reisa minnisvarða um þá sem fórust í þessu hörmulega slysi.
Hlynur Ólafsson hannaði minningaskjöldinn, en Málmsteypa Hellu steypti hann. Hleðsluna í hring um minnisvarðann gerðu hleðslumenn sem hafa verið að vinna við hleðslur hér í bæ. Starfsmenn Áhaldahússins gengu frá undirlagi undir steininn. Braggabílar, 2Þ ehf., Marinó Sigursteinsson og meðlimir Björgunarfélagsins komu öll myndarlega að verkinu.

Blessuð sé minning þeirra sem fórust
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is