Mánudagur 26. september 2022

Fallbarátta framundan hjá strákunum

Síðasta hefðbundna umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu fer fram nú á laugardaginn þegar ÍBV sækir heim Breiðablik. ÍBV situr í níunda sæti deildarinnar með 20 stig á meðan Breiðablik trónir á toppnum með 48 stig. Með tapi gæti ÍBV dottið niður í fallsæti þ.e. ef Leiknir, sem situr 11 og næst neðsta sæti með 17 stig, sigrar ÍA sem er einmitt í neðsta sæti með 15 stig. Það er þó ekki öll von úti enn fyrir neitt þessara liða þar sem mótinu er langt frá því lokið.

Að lokinni þessari síðustu hefðbundnu umferð tekur við úrslitakeppni. Þar keppa sex efstu liðinn um Íslandsmeistaratitilinn og þau sex neðstu um að halda sér uppi í Bestu deildinni. Leikin verður einföld umferð þar sem allir mætast í eitt skipti og taka liðin með sér þau stig sem þau hafa nú þegar. Það eru því 15 stig í boði og mótið því opið upp á gátt.

 

 

Hjá kvennaliði ÍBV er staðan heldur betri. Þrátt fyrir að fjórar umferðir séu eftir er nokkuð ljóst að ÍBV endar um miðja deild. Stelpurnar sitja sem stendur í sjötta sæti með 22 stig með Keflavík fyrir neðan sig með 13 stig. Tvö neðstu liðin, Afturelding og KR hafa níu annars vegar og sjö hins vegar. Fyrirkomulagi Bestu deildar kvenna er hefðbundið í ár en breytist í takt við nýtt fyrirkomulag karlanna á næsta ári.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is