Þriðjudagur 16. apríl 2024

Færeysk skytta til liðs við ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV og Dánjal Ragnarsson hafa komist að samkomulagi og hefur Dánjal skrifað undir 3 ára samning við félagið. Hann kemur til félagsins í sumar og leikur með ÍBV í Olís-deildinni á næsta tímabili.

Dánjal er fæddur árið 2001, er rétthent skytta og 194 cm á hæð. Hann kemur frá Færeyjum og er fæddur og uppalinn í Þórshöfn. Hann hefur leikið með Neistin þar í landi allt frá 6 ára aldri. Í byrjun yfirstandandi tímabils færði hann sig um set og lék með U-19 ára liði Skanderborg í Danmörku, en vegna vandræða í kringum Covid-19 að þá er hann kominn aftur til baka í uppeldisfélagið, segir í frétt á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV.

Hjá Neistin leikur Dánjal undir stjórn Arnars Gunnarssonar í færeysku deildinni, en Adda Gunn ættu flestir handknattleiksáhugamenn að kannast við. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ÍBV fær til sín lærisvein Arnars, en Kristján Örn Kristjánsson (Donni) kom á sínum tíma frá Fjölni sem Arnar þjálfaði, og er því óhætt að segja að við höfum góða reynslu af leikmönnum sem koma til félagsins í gegnum Adda.

Dánjal hefur leikið með öllum yngri landsliðum Færeyja (U15, U16, U18 og U20) og er lið hans Neistin nú á leiðinni í undanúrslit um Færeyjameistaratitilinn.

Fram kemur í fréttinni að ánægja sé hjá ÍBV með að fá Dánjal til félagsins og er tilhlökkun til samstarfsins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search