Mánudagur 26. febrúar 2024
Bærinn Viðar Breiðfjörð

Færanleg varaaflstöð komin til Eyja og fleiri væntanlegar

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðu varaafls í Vestmannaeyja á fundi bæjarráðs nú í vikunni. Þar segist hún hafa sent erindi, f.h. bæjarráðs, til Landsnets, þar sem óskað var eftir færanlegu varaafli til Vestmannaeyja. Bæjarstjóri og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, sem formaður Almannavarnarnefndar, hafa fundað tvívegis með forstjóra Landsnets vegna málsins.

„Bæjarstjóri hefur fylgt eftir erindinu með þrýstingi á Landsnet og átt fundi með orkumálaráðherra um varaafl og stöðu á afhendingu rafmagns til Vestmannaeyja. Orkumálaráðherra hefur lagt minnisblað fyrir ríkistjórn um stöðu varaafls. Í framhaldi af þessum fundum kom ein færanleg varaaflsstöð til Vestmannaeyja og búið er að gefa vilyrði fyrir fleiri stöðvum í mars til þess að bæta stöðu varaafls í Vestmannaeyjum. Hver stöð tryggir aðeins 1,2 MW af raforku.

Bæjarstjóri hefur einnig haldið að þingmönnum og orkumálaráðherra mikilvægi þess að breyta umgjörð um fjarvarmaveitur. Þann 10. febrúar sl. var raforka til fjarvarmaveitna landsins skert, sem þó nota aðeins 1% af heildarraforku á landinu. Fjarvarmaveitur þurfa því að skipta yfir í olíu með tilheyrandi mengun og auknum húshitunarkostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki,“ segir í fundargerð bæjarráðs.

Bæjarráð þakkaði fyrir upplýsingarnar og fagnar því  að Landsnet skuli loks stíga skref til að tryggja betur varaafl í Vestmannaeyjum, en stiga þarf stærri skef. „Bæjarráð skorar á þingmenn og ráðherra orkumála að breyta umgjörð um fjarvarmaveitur og jafna þannig aðstöðu íbúa og fyrirtækja um landið.“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search