Fyrir liggja drög að gatnagerð í Botni Friðarhafnar en vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda þarf að færa minnismerkið um Varðskipið Þór og hefur undirbúningur að því farið fram. Finna þarf minnismerkinu annan stað sem sómi er að.
Framkvæmda- og hafnarráð felur starfsmönnum að færa minnismerkið, en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir staðsetningu þess við suðurenda svæðisins.