Þú varst fimm árum eldri en ég og ég vildi alltaf vera að elta þig þegar þú fórst eitthvað út en þú varst ekki alltaf ánægð með það. Ég man að mamma var oft að segja:
Lofaðu henni að koma með þér
alltaf endaði það með því að ég fékk að skottast með. Þú varst mjög listræn, það eru margar fallegar myndir til eftir þig ásamt mörgu öðru sem þú hefur gert. Þú hefur verið mjög dugleg með þinn stóra barnahóp og stóra heimilið var til fyrirmyndar.
Við vorum alltaf góðar vinkonur, ég man aldrei eftir því að við rifumst. Við vorum báðar bókaormar og lánuðum hvor annarri bækur sitt á hvað.
Þú fékkst heilablóðfall 20. desember og andaðist á aðfangadagsmorgun.
Þú varst búin að gera allt klárt fyrir jólin.
Nú ertu komin til Gauja þíns sem þú saknaðir svo mikið en hann lést í júlí sama ár fimm mánuðum áður.
Elsku stóra systir – ég sakna þín mjög.
Frá litlu systur,
Hrefna Guðbjörg