Fæðingarsögur feðra

09.04.2020

Vilja skrá fæðingarsögur feðra

Ísak Hilmarsson eignaðist sitt fyrsta barn ásamt sambýliskonu sinni Grétu Maríu Birgisdóttur árið 2017. Eftir að dóttir þeirra fæddist ákváðu þau að hefja söfnun á fæðingarsögum feðra og taka sögurnar saman í bókinni Fæðingarsögur feðra. Tilgangur verkefnisins er að auka umræðuna um fæðingarsögur feðra og gefa þeirra hlið meira rými.

„Við fengum þessa hugmynd síðasta sumar. Gréta er ljósmóðir og þess vegna hafa vinir og vandamenn oft mikinn áhuga á að ræða um sínar fæðingarupplifanir og hluti tengda ferlinu við okkur. Það má kannski segja að við höfum gengið með þessa hugmynd í kollinum í einhvern tíma áður en hugmyndin var sögð upphátt. Við allavega ræddum það eitthvað kvöldið að það væri gaman að pæla meira í upplifun feðra af fæðingum. Strax í kjölfarið kom upp hugmyndin að safna sögum frá feðrum og gefa út í bók til að varðveita þær. Við komumst fljótt að því að þetta hafði ekki verið gert áður á Íslandi á þessu formi. Við ræddum við vini og kunningja og allir tóku vel í þessa hugmynd. Þá var lítið annað að gera en að kýla á þetta og fara af stað með verkefnið,“ sagði Ísak.

Vilja stuðla að því að feður ræði sínar upplifanir af fæðingum

„Við tölum um verkefni þar sem hluti af þessu er auðvitað að fá fólk og þá sérstaklega feður til að ræða sína hlið og upplifun af fæðingum. Hinn hluti verkefnisins er að safna sögunum. Við ætlum að gefa sögurnar út í bók til þess að þær varðveitist og séu aðgengilegri fyrir fólk sem hefur áhuga á að lesa þær. Við viljum stuðla að því að feður ræði sínar upplifanir af fæðingum og hvetja þá til að skrifa sínar fæðingarsögur niður. Það er ótrúlega gaman að eiga þær þegar lengra líður frá fæðingunum,“ sagði Ísak.

Sögurnar nafnlausar

Aðspurður sagði Ísak að sögurnar yrði nafnlausar í bókinni. „En við ætlum að birta fæðingarár föður og barns og fæðingarstað. Fæðingarstaðurinn getur verið mjög opinn, t.d. Ísland, Vestmannaeyjar, Landspítalinn, heimahús í Kópavogi, Austfirðir, sjúkrabíll eða bara hvað svo sem faðirinn vill. Það er gert til þess að gefa lesendum smá tilfinningu um aðstæður.“

Vilt þú deila þinni sögu?

Söfnunin fer fram í gegnum facebook síðuna okkar ,,Fæðingarsögur feðra“. Þar er hægt að senda þeim skilaboð og/eða sögur.

Þau eru líka með netfangið faedingarsogurfedra@gmail.com og taka við sögum og spurningum þar líka. Auk þess eru þau með Instragram reikning sem heitir Fæðingarsögur feðra.

Kemur fram það sem feður vilja að komi fram

„Annars viljum  bara að hvetja feður til að senda okkur línu. Við gerum ekki kröfur um lengd eða form á sögum. Bara að það komi fram það sem feður vilja að komi fram. Fæðingarsagan getur náð til meðgöngunnar, fæðingarinnar og fyrstu dagana þegar feður eru að tengja við barnið, bara allt eftir því hvað viðkomandi vill skrifa um. Eins bendum við þeim á sem hafa áhuga á að skrifa sína sögu en hafa einhverjar spurningar til okkar að hika ekki við að hafa samband.“ sagði Ísak að lokum.

– Sara Sjöfn Grettisdóttir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search