Fimmtudagur 29. september 2022

Fædd á þjóðhátíð og aldrei viljað missa af partýi

27.12.2020 

Eyjadaman og  næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir eða Beta Reynis eins og hún er kölluð, segir sögu sína á einlægan og fallegan hátt í nýju bókinni sinni, Svo týnist hjartaslóð. 

Tígull heyrði í Betu og forvitnaðist um hennar æsku hér í Eyjum.Valgeir Skagfjörð er höfundur bókarinnar

 

„Ég er fædd við Kirkjuveg í Vestmannaeyjum, á þjóðhátíð 1968. Ég er dóttir Guðrúnar Pálsdóttur sem er fædd Vestmannaeyingur. Dóttir Páls Eydals Jónssonar frá Garðsstöðum og Ragnheiðar Valdórsdóttur sem kom frá Hrúteyri í Reyðarfirði. Amma flutti 19 ára til eyja og kynntist afa mínum strax við komuna til eyjanna. Þau bjuggu alla tíð í Eyjum.

bjuggu alla tíð í Eyjum, byggðu sér hús við Boðaslóð 14 og voru þar til þau voru komin á eftirlaun,“ segir Beta. 

 

„Pabbi minn, Reynir Árnason kom í iðnnám til Eyja og kynntist mömmu og þau eignuðust mig og bróður minn Páll Eydal sem er tveimur árum eldri en ég. Þau eignuðust hús við Ásaveg 5 en fóru svo til Vopnafjarðar 

í gosinu og byggðu sér þar hús og eru þar enn. Ég held að mamma hafi 

alltaf saknað Eyjanna. Ég var heppin að afi og amma bjuggu í stóru húsi og ég og bróðir minn fórum bæði í framhaldsskóla til Eyja og bjuggum hjá þeim. Ég hef ávalt sagt að ég sé bæði Vestmannaeyingur og Vopnfirðingur. Talið það frábæra blöndu. Segi alltaf að ég hafi þorið og kjarkinn frá Eyjum og það sem dregur mig til baka og passar uppá að ég stökkvi ekki fram af fjallsbrúninni séu genin sem ég er með frá Vopnafirði. Beta hlær og segir þessa blöndu bara vera nokkuð góða.“ 

 

Styrkur klettanna

„Þar sem björgin ganga í sjó fram er kyrrðin rofin af briminu sem skolar klettaveggina. Sólin slær bjarma af litrófi heimsins á úðastrókana sem vindurinn sópar upp af öldunum. Þarna eru lundinn og svartfuglinn að leik. Svífa um í uppstreyminu og arga út í blátært himinhvolfið. Ymurinn frá sjónum og fuglagargið magnast og bergmála í stórbrotnu ríki þessara kletta. Þessara kletta sem hafa staðið vörð um bæinn í eilífð aldanna og munu gera það áfram. Enginn fugl mun nokkru sinni megna að brýna gogg sinn á þeim svo þeir eyðist upp.

   Ég hélt ég hefði styrk á við þessa kletta. Hélt ég gæti þolað öldurót, brim og brotsjói lífsins án þess að molnaði úr þeim svo mikið sem ein lítil steinvala.Ég fæddist í skjóli þessara kletta. 2. ágúst 1968. Daginn sem ég leit heimsins ljós kvað við söngur og spil. Að minnsta kosti innan úr Dal.“ 

 

Vænt um Eyjaþræðina

„Það var oft gert grín af því að ég sé fædd á þjóðhátíð og hafi síðan ekki viljað missa af góðu partýi. Þannig er ég reyndar. Finnst skemmtilegt að vera nálægt fólki og hitta mismunandi einstaklinga. Ég átti góð ár í Eyjum þegar ég bjó hjá afa og ömmu. Ég eignaðist góða vini og held sambandi við flesta vini mína í dag sem ég eignaðist fyrir um 25 árum síðan. Mér þykir óendalega vænt um þræðina mína sem ég á til Eyjanna. Badda frænka (Bjarney Pálsdóttir) og fjölskylda búa í Eyjum og Borgþór Eydal bróðir mömmu býr einnig í Eyjum.“

 

 Bókin er sagan mín

„Sumt hefur fennt yfir en við reyndum þá að púsla inn minningarbrotum með því að spyrja frændsystkinin mín. Dísa frænka, dóttir Bogþórs og Badda rifjuðu upp sjóferðina þegar gosið hófst með mér. Valgeir vildi samt skrifa söguna sem mest frá minningum mínum.Inn í sögu mína spinnur Valgeir sögu forfeðra minna. Hann var ekki aðeins rithöfundur heldur reyndist hann vera frábær þerapisti sem leiddi mig í gegnum hverja erfiða minninguna á fætur annarri þar til ég gat lokað þessum kafla í lífi mínu og sátt við guð og menn.“ 

 

Að erfa áföll forfeðranna

„Niðurstaðan er sú að við teljum að ef við losum ekki þau höft eða áföll sem hafa dunið á forfeður, og fjölskyldu eru líkur að við berum áföllin með genum okkar inn í næstu kynslóðir. Með sannleikanum getum við losað þessi höft og þannig bundið enda á að áföllin sem eru jafnvel löngu liðin hafi áhrif á næstu kynslóðir.

 Valgeir sagði eitt sinn við mig; -guð minn góður Beta, hvað ég skil þína persónu mun betur eftir að hafa skrifað um forfeður þína. Ég hef verið svo heppin að frænka mín frá Egilsstöðum, Ólafía Herborg átti ógrynni af heimildum um langafa minn og ömmu sem voru foreldrar Ragnheiðar ömmu. Það er ævintýralegar lýsingar af þeim og ég er þakklát að fá að kynnast sögu þeirra svona vel á meðan við vorum að skrifa þessa bók. Forfeður mínir frá pabba eiga harmsögu sem spannar eitt ár í lífi þeirra og það er næstum eins og það sé óbærilegur sannleikur sem átti sér stað í lífi þeirra það árið.“

 Með skrifunum breyttist lífið

„Ég stend uppi sem sterkari manneskja og það er eins og ég sé nokkrum steinum léttari sem sátu í kviðarholinu á mér. Mér þykir vænt um lýsingar úr Eyjum bæði þegar ég var hjá afa og ömmu á Boðaslóð og svo þegar ég kom í Framhaldsskólann. Bókin var um 500 bls. þegar við skiluðum henni af okkur en var stytt niður í 320 bls.

 

Því vantar mikið af lýsingum sem höfðu verið skrifaðar um vini mína í Eyjum. Ég er þakklát að ganga í gegnum þessa eldskírn að skrifa sögu mína og hafa kjark til að birta hana. Stundum held ég að það sé hrein og klár heimska en ég ætla að trúa því að almættið hafi leitt mig áfram. Eins og kemur fram í bókinni þá koma einstaklingar inn í líf mitt eins og sendir inn á leiksviðið til að glæða það lífi eða leiða mig áfram. Sumir hafa komið og ég hef átt þá ósk heitasta að sumir þessarra einstaklinga. Hefðu aldrei komið inn á mitt leiksvið. Þar til ég fattaði það þegar við kláruðum þessa bók að þarna voru á ferðinni mikilvægir kennarar. Ég væri ekki á þeim stað í lífinu sem ég er á í dag ef það væri ekki fyrir þá reynslu, áföll, sorgir og sigra sem ég hef fengið að upplifa,“ segir Beta að lokum.

 Umsagnir:

 

Frábærlega vel skrifuð saga sem lýsir baráttu Betu við erfiðan sjúkdóm og hvernig baráttukonan Beta tekst við þær raunir sem fylgja í kjölfarið. 

Það þarf hugrekki, hreinskilni og kjark til að deila svona sögu og það hefur Beta svo sannarlega.

Eyjatengingin er mikil í bókinni og mæli ég hiklaust með henni.             

 

– Diddi Leifs.

Einlæg saga af erfiðum áföllum og viðburðaríku lífshlaupi Betu frænku. Einlægni og ósérhlífni allsráðandi sem er aðalsmerki bókarinnar. Las hana í einum rykk og gat ekki lagt hana frá mér.

– Páley Borgþórsdóttir

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is