Eyþór Harðarsson svarar spurningum Tíguls

Hver er Eyþór og fyrir hvað stendur þú ?

Ég er kappsamur Eyjapeyji sem fæddist 1963 í Ráðhúsinu (gamla sjúkrahúsið í Eyjum). Eiginkona mín er Laufey Grétarsdóttir og eigum við tvö börn, Anítu Ýr og Grétar Þór. Hef búið í Eyjum alla mína tíð fyrir utan gosárið og námsárin í Reykjavík og Þýskalandi þar sem ég lærði rafmagnstæknifræði.

Ég stend fyrir þeim gildum sem mér voru kennd í æsku. Þ.e. dugnað, aga, kurteisi og tillitssemi við náungann. Með tímanum hef ég þróað með mér baráttuanda fyrir allt sem kemur Eyjunum vel. Hvort sem það það tengist atvinnulífinu, íþróttafélögum í bænum eða félagasamtökum sem hafa það að markmiði að gera lífið í Eyjum betra.

Hvert er brýnasta verkefni nýrrar bæjarstjórnar?

Fyrstu þrír kaflarnir í stefnuskrá okkar ramma inn okkar þrjú helstu áherslumál. Stórsókn fyrir ungt fólk, við viljum byggja fyrir þau sköpunarhús, fá þau heim með því að byggja húsnæði og tryggja fjarvinnuaðstöðu og síðan tryggja öflugan nýsköpunarstuðning.

Hagsmunagæsla okkar gagnvart ríkinu. Erfiðustu baráttumálin heyra undir rekstur og stjórnun ríkisins. Við teljum að fjöldi þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins geti orðið okkur að liða þar.

Ábyrgur rekstur. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi niður skuldir fyrir fimm og hálfan milljarð og skilaði bæjarsjóði með 3,3 milljörðum í sjóði á sama tíma og þjónustuaukning og framkvæmdir voru með besta móti þegar við vorum með stjórn bæjarins. Því miður hafa þessir sjóðir okkar rýrnað talsvert undanfarin fjögur ár.

Okkar áherslur í:

– skólamálum?

Framúrskarandi skólaumhverfi, aukin tæknivæðing sem aflæsir sköpunarkrafti og persónulegum námsstuðningi. Eflum Kveikjum Neistann verkefnið sem m.a. hjálpar börnum og drengjum sérstaklega að ná góðum tökum á lestri og vellíðan. Aukin stuðningur við vináttumyndun og félagsþroska barna m.a. með betri stoðþjónustu eins og þroskaþjálfum og stuðningsfulltrúum.

– skipulagsmálum?

Við ætlum að byggja spennandi íbúðabyggð við Lönglág (malar-völlinn) m.a. til að fá unga fólkið okkar aftur heim. Við ætlum að gera íbúðarkjarna fyrir okkar bestu borgara 60+ miðsvæðis og við viljum efla miðbæinn og þann ás sem nær frá Vigtartorgi upp að safnahúsi. Miðbærinn okkar getur orðið bæjarprýði og það er mikilvægt að bregðast við þeirri lýðfræðilegu áskorun sem er í Vestmannaeyjum að við höfum hátt hlutfall eldra fólks en lágt hlutfall yngra fólks.

– samgöngumálum?

Þann 30 maí n.k. leggst áætlunarflug af og hafa flugsamgöngur í Vestmannaeyjum aldrei verið með verra móti sé t.d. litið til tíðni flugerða. Við höfum þegar byrjað samtal við ríkisstjórnina um að efla flugið og teljum að þar sé hægt að ná árangri hratt og erum bjartsýn á það. Síðan þarf að tryggja betra dýpkunarskip í Landeyjarhöfn og tíðni Herjólfsferða sem svarar eftirspurn ásamt aukinni markaðssetningu á Vestmannaeyjabæ sem áfangastað.

– atvinnumálum?

Markaðssetja ferðaþjónusta, risa sókn í nýsköpun þar sem t.a.m. tengslamyndun, aðgengi að fjármagni og aðstaða fyrir frumkvöðla er efld.

– heilbrigðismálum

Tryggja sjúkraþyrlu í Eyjum, við erum langt komin með það samtal með t.a.m. Vilhjálmi Árnasyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Guðrúnu Hafsteins tilvonandi dómsmálaráðherra. Svo viljum við sækja sérhæfð verkefni á sjúkrahúsið og heilsugæsluna hér sem gefur okkar sóknarfæri í heilbrigðismálum ásamt því að tryggja yfirmann yfir stofnunina sem verður í Vestmannaeyjum. Við ætlum að ná Hraunbúðum til baka og vinna með þingmönnunum okkar í því að efla fæðingarþjónustuna svo eitthvað sé nefnt.

– málefnum aldraðra

Ná Hraunbúðum til baka, bjóða upp á dagdvöl alla daga vikunnar, tryggja að aldraðir geti búið við öryggi, sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt og byggja íbúðarkjarna í miðbænum fyrir okkar bestu borgara, 60+

Ef þið náið hreinum meirihluta hver sést í sæti bæjarstjóra?

Fram að kosningum sýnum við 18 manna framboðslista sem mun sitja í ráðum og nefndum næsta kjörtímabil og það er fólkið sem mun bera ábyrgð á rekstri bæjarins. Ef við vinnum hreinan meirihluta, þá er fyrsta verk okkar eftir kosningar að leita að framúrskarandi bæjarstjóra og það verður þá einhver sem við teljum að geti framkvæmt framangreind stefnumál okkar af kostgæfni. Ég er fullkomlega heiðarlegur með það að ekkert nafn hefur verið rætt okkar á milli að svo stöddu. Við erum að tefla fram liði, ekki einstakling.

 

Getiði hugsað ykkur meirihluta-samstarf með öðru hvoru hinna frambjóðanda ef þið náið ekki hreinum meirihluta?

Við erum að bjóða okkur fram til að gera góðan bæ betri. Við munum gera það með einum eða öðrum hætti – við getum unnið með öllum ef gagnkvæmur áhugi er fyrir hendi.

 

Eitthvað að lokum

Því hér á ég heima !

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search