Eyþór Harðarson oddviti Sjálfstæðisflokksins samkvæmt fyrstu tölum – uppfært

Samkvæmt fyrstu tölum úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum sem fram fór í dag er Eyþór Harðarson oddviti flokksins í komandi sveitarsjórnarkosningum 14. maí næstkomandi.

Þegar talin hafa verið 296 atkvæði raðast frambjóðendur sem hér segir:
1. Eyþór Harðarson með 194 atkvæði í 1. sæti
2. Hildur Sólveig Sigurðardóttir með 155 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Gísli Stefánsson með 123 atkvæði í 1.-3. sæti
4. Margrét Rós Ingólfsdóttir með 151 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Rut Haraldsdóttir með 234 atkvæði í 1.-5. sæti
6. Sæunn Magnúsdóttir með 171 atkvæði í 1.-6. sæti
7. Óskar Jósúason með 142 atkvæði í 1.-7. sæti
8. Kolbrún Anna Rúnarsdóttir með 135 atkvæði í 1.-8. sæti

Kjörsókn var rúm 60%.
Búist er við næstu tölum um kl. 21.55 í kvöld.

Samkvæmt Bjarna Ólafi Guðmundssyni sem las upp fyrstu tölur á fésbókarsíðu Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum er þetta í fyrsta skiptið í 32 ár sem prófkjör er haldið hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum.

Nánari sundurliðun má sjá hér.

————————————–

Uppfært:

Litlar breytingar urðu við aðrar tölur. Eina breytingin er að Halla Björk Hallgrímsdóttir tekur 8. sætið af Kolbrúnu  Önnu Rúnarsdóttur.
Naumt er einnig á milli hjá Gísla og Margrét Rós um 3. og 4. sæti en önnur sæti virðast nokkurn vegin ráðin
Þegar 595 atkvæði eru talin er staðan sem hér segið

 1. Eyþór Harðarson með 392 atkvæði í 1. sæti
 2. Hildur Sólveig Sigurðardóttir með 323 atkvæði í 1.-2. sæti
 3. Gísli Stefánsson með 246 atkvæði í 1.-3. sæti
 4. Margrét Rós Ingólfsdóttir með 304 atkvæði í 1.-4. sæti
 5. Rut Haraldsdóttir með 474 atkvæði í 1.-5. sæti
 6. Sæunn Magnúsdóttir með 353 atkvæði í 1.-6. sæti
 7. Óskar Jósúason með 297 atkvæði í 1.-7. sæti
 8. Halla Björk Hallgrímsdóttir með 284 atkvæði í 1.-8. sæti

Nánari sundurliðun eftir aðrar tölur má sjá hér.

Búist er við lokatölum um kl. 23.00

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search