Eyjatónleikar með sumarlegu ívafi í beinu streymi

Á sama tíma – á sama stað

Beint frá Hörpu laugardagskvöldið 15.maí 2021

Undanfarið ár hefur verið afar óvenjulegt og reynst okkur öllum krefjandi en sem betur fer höfum við flest náð að komast þokkalega frá því. Nú með hækkandi sól, sjáum við fram á betri tíð.
Mikið álag hefur verið á mörgum og því ekkki úr vegi að lyfta sér aðeins upp.

Eyjatónleikar hafa farið fram í janúar ár hvert í Eldborgarsal Hörpu

Þetta árið þurftum við hinsvegar að fresta þeim til 15.maí, en nú er einnig orðið ljóst að ekki verður hægt að halda þá fyrir fullum sal af fólki.
Við höfum því ákveðið að fara með þá í beint streymi í Sjónvarpi Símans, sjónvarpi Vodafone og fyrir alla aðra sem ekki eru með myndlykla. Við gefum þannig landsmönnum öllum tækifæri á að njóta með okkur, bæði Eyjalaganna, en ekki síður annarra vinsælla frá okkar frábæru flytjendum. Við erum sem sagt að tala um mörg af vinsælustu lögum landsins undanfarin ár.

Úrval Eyjalaga og úrval laga frá listafólkinu sjálfu.

Þarna verða fluttar margar perlur íslenskrar dægurtónlistar af hreint frábærum listamönnum. Jón Jónsson, Friðrik Dór, Ingó Veðurguð, Sigga Beinteins, Matti Matt, Katrín Halldóra og Alexander Jarl munu sjá um sönginn ásamt Kristjáni Gísla og Ölmu Rut og Jón Ólafsson stýrir stórhljómsveitinni sem sér um undirleikinn. Kynnir verður enginn annar en Logi Bergmann.
Miðasala hafin!

Miðasala er hafin á harpa.is og þar er jafnframt að finna leiðbeiningar um tengingu við tónleikana.

Við hvetjjum alla til að kaupa sér miða í tíma og virkja kóðann strax, til þess að allt sé klárt. Um leið og kóðinn er virkjaður, opnast rásin og helst opin 48 tíma fram yfir tónleikana. Þannig að það er engin hætta á að rásin lokist þó þið virkið hana snemma.

Álagið fyrir tónleika getur orðið mjög mikið því stundum þarf að aðstoða viðskiptavini og þá getur orðið löng bið í þjónustu.
Þannig að til að forðast óþarfa stress á tónleikadag er mjög skynsamlegt að kaupa miða í tíma.

Með kærleiks- og sumarkveðju
Bjarni Ólafur og Guðrún Mary
Allar frekar upplýsingar veitir Bjarni Ólafur í síma 896 6818

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search