Miðvikudagur 17. júlí 2024

Eyjastelpur að slá í gegn á Músiktilraunum

Fjörutíu og þrjár hljómsveitir keppa í Músíktilraunum 2024 og yfir hundrað frumsamin lög verða flutt.

Keppnin verður haldin í Norðurljósum í Hörpu dagana 10. – 16. mars og hægt er að tryggja sér miða hér.

Af hljómsveitum sem taka þátt eru tólf hljómsveitir utan að landi og þrjátíu og ein af höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að hlusta á demó frá þátttakendum hér. Á undankvöldum Músíktilrauna tekur hver hljómsveit/þátttakandi tvö lög en á úrslitum Músíktilrauna eru tekin þrjú lög svo að það vera spiluð hátt í 100 frumsamin lög á þessum tilraunum!

Popp, rok, djass, hip hop, raftónlist og allt þar á milli. Öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og heyrt það sem er glænýtt og ferskt.

Á hverju undankvöldi velur salur eina hljómsveit / tónlistaratriði áfram í úrslit og dómnefnd einnig eina hljómsveit / tónlistaratriði. Þegar öllum undankvöldum er lokið hefur dómnefnd möguleika á að velja hljómsveitir / tónlistaratriði áfram aukalega í úrslit.

Tvö þeirra atriða sem dómnefnd valdi aukalega í úrslit eru frá Vestmannaeyjum. Stelpnabandið Þögn og Eyjamærin Elísabet Guðnadóttir (Eló). Frábær árangur hjá þessum efnilegu stelpum.

Á úrslitakvöldi er það eingöngu dómnefnd sem velur vinningshafa, en salur og áheyrendur kjósa um Hljómsveit fólksins. Músíktilraunir eru ætlaðar ungu fólki á aldrinum 13 – 25 ára.

Elísabet Guðnadóttir, mynd frá Instagram
Eló eða Elísabet Guðnadóttir, mynd frá Instagram

 

Stelpurnar í Þögn. Arna Gunnlaugsdóttir, Elín Sif Hlynsdóttir, Aðalbjörg Andrea Brynjarsóttir, Júlí Bjart, Sarah Elía Ó. Tórshamar og María Fönn Frostadóttir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search