Heyrst hefur að mikill áhugi sé á að byrja aftur með hlaupaæfingarnar hjá Eyjaskokk
Garðar Heiðar sem hefur haldið utan um þessar frábæru æfingar er að kanna áhuga fólks með könnun inn á facebookhópnum Eyjaskokk. Þar er hægt að skrá sig inn og gefa sitt atkvæði um hvernig hentar best að byrja. En áætlun er að byrja sem fyrst og hlaupa saman yfir sumarið og jafnvel lengur. Garðar hefur rekist á marga sem hafa óskað eftir æfingum og lætur því vaða hér inn á Eyjaskokk og kannar ykkar áhuga.
Hugmyndin er að vera með æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum um 17:00.
Garðar reiknar með að hver æfing taki um eina klukkustund. Einnig var hugmyndin að byrja æfingar mjög fljótlega ef áhugi er fyrir því.
Eyjaskokk hvetur ykkur sem hafið áhuga á að byrja að hlaupa eða þið sem eruð að hlaupa til að kíkja inn á síðuna okkar og vera með. Það er rosalega gaman að hlaupa saman. Æfingarnar eru alltaf settar upp þannig að hver og einn hleypur á sínum hraða og enginn finnur fyrir því að hlaupa hægar eða hraðar.
Ef þú ert byrjandi þá ferðu einfaldlega bara einum eða tveimur hringjum minna enn þeir sem fara örlítið hraðar. Að hlaupa snýst fyrst og fremst um keppni við sjálfan sig og gera betur í dag enn í gær.
Hlökkum til að sjá ykkur á hlaupaæfingu sem allra fyrst.
Kveðja stjórnendur Eyjaskokks