Eyjamenn hafa hoppað yfir 1500 ferðir frá opnun

Við heyrðum í Nönnu Davíðsdóttur sem sér reksturinn á Hopp rafskútuleigunni hér í Eyjum ásamt Jóni Þór Guðjónssyni kærasta sínum

Nú hefur þetta verið opið hjá ykkur í nokkra daga – hvernig eru viðtökurnar svona fyrstu dagana?
Þær eru mjög góðar. Eyjamenn hafa hoppað yfir 1500 ferðir frá opnun.

Finnst ykkur fólk bera virðingu fyrir hjólunum?
Já almennt, en auðvitað er alltaf eitthvað sem betur má fara.

Hver er ykkar aðal markhópur?
Allir, þetta eru jú ódýrar og umhverfisvænar almenningssamgöngur. Við hvetjum Eyjamenn og gesti til að leggja bílnum og hoppa meira.

Nú er umræða um að börn undir aldri séu á hjólunum og þess vegna spyrjum við; hvernig er hægt að koma í veg fyrir það?
Aldurstakmarkið til að skrá sig í appið er 18 ára þar sem stofna þarf til leigusamnings og setja inn kortaupplýsingar. Hopp er í eðli sínu leiguþjónusta og verða notendur hennar því að vera orðnir fjárráða, 18 ára, til að leigja tækin. Notkun rafhlaupahjólanna er hins vegar ekki háð neinum aldurstakmörkunum. Ef forráðamenn leyfa börnum sínum að nota skúturnar okkar er það á þeirra ábyrgð. Við treystum ungmennum fullkomlega fyrir að fara eftir okkar reglum og fara varlega.

Hvernig fer maður að því að leigja hjól hjá ykkur?
Það þarf að sækja Hopp appið og skrá þar inn kortaupplýsingar. Þú sækir appið með því að skanna QR kóðann á hjólinu eða fara á slóðina www.hopp.bike. Í appinu sést hvar næsta lausa hjól er staðsett. Þegar Hopp hjól er fundið á kortinu (í appinu) er hægt að aflæsa því með því að ýta á “hoppa” takkann, skanna QR kóðann á stýrinu á hjólinu eða slá inn númerið fyrir neðan QR kóðann. Einnig sést þar áður en hjólið er leigt hver drægnin er. Það er einungis hægt að leigja eina rafskútu í hverjum síma, það er hins vegar hægt að nota sama greiðslukort á mörgum notendum.

Hvað kostar að leigja hjól?
Það kostar 100 kr. að aflæsa hjólinu og 30 kr. hver mínúta. Til dæmis myndi 5 mínútna ferð frá vesturbænum niður í miðbæ kosta litlar 250 kr. Einnig er þó hægt að skreppa frá hjóli í notkun, hvort sem það er innan eða utan þjónustusvæðisins. Það þarf bara að smella á “stoppa ferð” takkann neðst á skjánum í appinu og þá birtist takki sem stendur á “skreppa frá”. Að skreppa frá rafskútu kostar 20 kr. á mínútuna.

Þarf að setja inn t.d. kortanúmer þegar nýta á þessar 2 ferðir?
Já, það þarf að setja inn kortaupplýsingar þó að fyrstu tvær ferðirnar eru fríar. Nú fer hver að verða síðastur til að næla sér í tvær fríar ferðir. Allir sem sækja appið til og með Sumardeginum fyrsta fá tvær fríar ferðir.

Hvað nær þjónustusvæðið ykkar langt?
Þjónustusvæðið er bæjarmörkin. Það má fara út af svæðinu, svo lengi sem að þú skilar hjólinu innan þjónustusvæðis, annars er 2000 kr. sekt við að leggja utan þess. Notandinn sér á kortinu í appinu hvar þjónustusvæðið liggur.

Er einhver opnunartími ef eitthvað kemur upp á?
Síminn okkar er alltaf opinn, hægt að hafa samband í síma 788-9988 (þjónustusími Hopp) eða 698-2233 (þjónustusími Hopp Vestmannaeyjar), senda okkur tölvupóst á hopp@eyjar.is eða skilaboð á Facebook (Hopp Vestmannaeyjar) og við reynum að svara eins fljótt og við getum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search