Eyjamaður ársins, íslensk kjötsúpa og allt í rusli í Tígli vikunnar

Tíminn flýgur og það er strax komið að öðrum Tígli ársins og er hann ekki af lakari tegundinni. Það sem af er ári höfum við tekið á móti tilnefningum að Eyjamanni ársins og tilkynnum við í blaði vikunnar að Jóhann Jónsson frá Laufási hlýtur hnossið að þessu sinni. Þá spjöllum við við Brynjar Ólafsson, framkvæmdarstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, um nýtt flokkunarkerfi á sorpi og kynnum okkur þær breytingar sem því fylgja. Þrautirnar sívinsælu eru á sýnum stað og að lokum bjóðum við upp á íslenska kjötsúpu sem færir okkur il í kroppinn í kuldakasti síðustu daga.

Eyjadreifing dreifir blaðinu nú öðru sinni og hefur sú breyting tekist mjög vel. Þeir sem eru að fá til sín Tígul og annan fjölpóst en vilja ekki geta sent línu á eyjadreifing@eyjadreifing.is. Það geta einnig þeir gert sem vilja Tígul en hafa ekki fengið hann í lok dags.

Góðar stundir

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search