Eyjadreifing bar út fyrsta póstinn í vikunni

Þá hefur Eyjadreifing tekið til starfa og dreift fyrstu blöðunum. Seinni part miðvikudags ættu allir að hafa fengið inn um lúguna hjá sér eintak af Tígli, bækling og skilaboð frá Vestmannaeyjabæ varðandi breytingar á flokkun sorps. Ef einhver hefur ekki fengið þetta til sín má hann endilega senda póst á eyjadreifing@eyjadreifing.is og við bætum úr því.

Eyjadreifing er með þá stefnu að virða þá sem merkt hafa bréfalúgur og póstkassa með miðum frá Póstinum og afþakka fjölpóst. Ef einhver vill gera það en er ekki með lúguna merkta má endilega senda okkur línu á eyjadreifing@eyjadreifing og við sjáum til þess að fjölpóstur verði ekki borinn út í það hús.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search