24.02.2020
Íslandsmótið í ólympískum lyftingum fór fram í Mosfellsbæ um helgina.
Eitt Íslandsmet var sett í fullorðinsflokki.
Amalía Ósk Sigurðardóttir er fædd og uppalin til 7 ára aldurs í Vestmannaeyjum en hún varð Íslandsmeistari í ólympískum lyftingum um helgina. Sigraði hún sinn þyngdarflokk og á stigum yfir allt auk þess að setja Íslandsmet. Og til gaman má geta að hún varð einnig tvöfaldur Íslandsmeistari í fyrra.
34 keppendur mættu til leiks á mótið, 16 konur og 18 karlar, úr 8 félögum. Lyftingafélag Kópavogs varð stigameistari með 41 stig, Lyftingafélag Garðabæjar fékk 29 og Stjarnan 27.
Eitt Íslandsmet var sett í fullorðinsflokki þegar Amalía Ósk Sigurðardóttir lyfti 100 kg í jafnhendingu í -64 kg flokki. Hún hafði áður sett Íslandsmet undir 23 ára þegar hún lyfti 97 kg. Hún snaraði svo 75 kg og fékk alls 230,8 Sinclairstig og var stigahæsti keppandi mótsins.
Tígull óskar Amalíu Ósk innililega til hamingju með þennan flotta árangur.