Miðvikudagur 5. október 2022

EyjaBíó opnar aftur í dag

Þá er EyjaBíó loksins að fara af stað aftur í dag eftir smá Covid pásu

Það er glæsileg dagskrá framundan hjá þeim. Þessa vikuna eru níu mismunandi sýningar og ættu þar af leiðandi allir að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Einnig bætist mögulega við ein mynd í viðbót þegar líður á vikuna. Mælum með að fylgjast vel með því.

Nálgast má dagskránna og allar nánari upplýsingar á heimasíðunni eyjabio.is. En hér má sjá dagskrá dagsins, en hún er ekki af verri endanum:

En þau vilja koma á framfæri nokkrum punktum:

  • Viljum biðja alla sem hafa tök á því, að taka frá miða á netinu. En það flýtir fyrir afgreiðslu á meðan sóttvarnarreglur eru í gildi. Þar sem nú þarf að skrá alla í sæti. Þeir sem hafa ekki tök á því að taka frá miða á netinu eru beðnir um að passa að mæta tímanlega. 
  • Það er grímuskylda hjá okkur. Hún á ekki við um börn fædd 2006 og síðar. Til einföldunar þar sem flestir þekkja reglurnar í Herjólfi, þá gilda sömu reglur hjá okkur. Það má taka niður grímuna á meðan verið er að neyta veitinga. 
  • Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því þó það lýti út fyrir að þú sért að velja sæti við hliðin á einhverjum öðrum. Þar sem afgreiðslukerfi tekur sjálfkrafa frá sæti sitthvoru megin við hvern hóp og litar þau rauð. Svo þú situr ekki þétt upp við aðra. 

 

Annars segjum við bara góða skemmtun í bíó!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is