- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Kirkjugerði, leikskóli

Eyja Bryngeirsdóttir valin í stöðu leikskólastjóra Kirkjugerðis

Vestmannaeyjabær hefur valið Eyju Bryngeirsdóttur í stöðu leikskólastjóra Kirkjugerðis. Eyja mun hefja störf í lok júní og tekur við af Bjarneyju Magnúsdóttur. Svo skemmtilega vill til að Eyja tók við leikskólastjórastöðunni á Sólhvörfum í Kópavogi af Bjarneyju og svo nú aftur á Kirkjugerði í Vestmannaeyjum.

Eyja lauk B.Ed. í leikskólakennarfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2008 og meistaranámi í stjórnun menntastofnanna frá Háskóla Íslands árið 2018. Eyja hóf störf sem leiðbeinandi á leikskólanum Rauðagerði í Vestmannaeyjum 2003-2007, starfaði svo sem deildarstjóri á leikskólanum Kirkjugerði 2007-2014, og svo sem deildarstjóri á leikskólanum Sunnuási í Reykjavík á árunum 2014-2016. Árið 2016 hóf hún störf sem deildarstjóri á leikskólanum Sólhvörfum í Kópavogi, tók þá við sem aðstoðarleikskólastjóri árið 2018 sem hún sinnti til ársins 2019 þegar hún tók við sem leikskólastjóri á Sólhvörfum. Hún starfaði jafnframt sem stundakennari við Háskóla Íslands á sviði stjórnunar menntastofnanna á árunum 2019-2021

Tígull óskar Eyju til hamingju og velkomna heim til á ný.

Alls voru fjórir umsækjendur um stöðuna:

 • Sigríður Diljá Magnúsdóttir  – Leikskólakennari/deildarstjóri
 • Anna Jóna Guðmundsdóttir – Leikskólastjór
 • Ásta Björk Guðnadóttir – Aðstoðarleikskólastjóri
 • Eyja Bryngeirsdóttir – Leikskólastjóri

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is