Eydís ísbúð

Ísbúðin Eydís er staðsett í hjarta bæjarins á 1. hæð Baldurshaga á horni Bárustígs og Vesturvegar þar sem áður var Joy. Nýjir eigendur komu inn í byrjun ársins með metnaðarfullt markmið að setja inn tvær búðir, Ísey skyrbar og ísbúðina Eydís. Strax í upphafi var lögð áhersla á tvenna þætti; fyrsti var að rýmin fyrir viðskiptavini og starfsfólk þyrfti að vera vel skipulögð og skýr og seinni þátturinn var að aðstaða fyrir starfsfólkið yrði að vera góð og góð tenging milli eldhús og afgreiðslu.

Að hafa staðsetninguna á svo góðum stað var fljótlega hægt að einblína á innanhúshönnun staðarins.

Í stuttu máli byggist heildar hönnunin á litadýrðinni útfrá fjölbreytu úrvali ísbúðarinnar og fleiru sem ísbúðin og ísey skyr bar hafa uppá að bjóða. Það hafði þau áhrif á hönnunina að dregið var úr að notast við liti í innréttingum og húsgögnum, setja áherslu á veitingarnar sem eru í aðalhlutverki.

Ljósahönnun og uppsetning myndi aðstoða við að gefa því góð skil hvar áherslan inni væri.

Svart er yfirráðandi litur en hann er aldrei eins vegna þess að áferðirnar eru mismunandi t.d viður, leður og steinn. Það hefur þau áhrif að dýpt myndast milli ólíka efna.

Að lokum voru það nýju eigendurnir sem áttu lokaorðið og tókust á við það verkefni að setja upp nýja og spennandi búð í Vestmannaeyjum og ekki annað hægt að segja en vel tókst til.

 

Fleiri myndir og frekari upplýsingar má finna á heimadecor.is og rikkistefans.is

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search