
Uppistand á Háaloftinu
Þórhallur Þórhallsson að vera með uppistandsýningu á Háaloftinu sem einfaldlega kallast „Þórhallur“ laugardaginn 24. september kl. 21:00.
Þórhallur vann keppnina Fyndnasti Maður Íslands árið 2007 og hefur ferðast um heiminn með uppistand, allt frá Færeyjum til Kína, þar á meðal Wuhan árið 2019 (Veit hann hvernig Covid byrjaði?) Þórhallur lék einnig aðalhlutverkið í gamanmyndinni Mentor sem kom út árið 2020. Þórhallur er náttúrulega fyndinn og er hann afar lúnkinn við að segja frá spaugilegum atvikum. Ef þú vilt hlæja frá þér allt vit ættir þú ekki að láta þessa sýningu framhjá þér fara.
Þórhallur mun tala um ferðalögin sín, aldurskrísuna, furðulega meðleigjendur og margt fleira í þessari bráðfyndnu sýningu. Hægt er að nálgast miða hér!