
Þjóðhátíð
Í ár eru 148 ár síðan Eyjamenn komu fyrst saman í Herjólfsdal til þess að halda Þjóðhátíð. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er einstakt fyrirbæri.
Bálköstur á Fjósakletti er einn af hápunktum Þjóðhátíðar. dag er brennan á Fjósakletti mikið mannvirki; hátt í tíu metrar á hæð og inniheldur um þrjú þúsund vörubretti. Þá hefur tímaritið National Geographic sagt bálköstinn eina flottustu manngerðu brennu í heiminum. Síðustu áratugi hafa það verið vaskir peyjar úr handboltaliði ÍBV sem hafa haft veg og vanda af brennunni.
Brekkusöngurinn er ómissandi hluti Þjóðhátíðar. Það var á fyrstu Þjóðhátíð eftir gos, árið 1977, sem Árni Johnsen sameinaði þjóðhátíðargesti í fyrsta sinn í brekkusöng.
Síðari ár hafa Eyjapeyjarnir Róbert Marshall, Jarl Sigurgeirsson, Sæþór Þorbjarnarson og Ingólfur Þórarinsson leitt þjóðhátíðargesti í brekkusöng ásamt Árna Johnsen.
Flugeldar hafa glatt unga sem aldna á Þjóðhátíð um árabil. Árið 1903 lýstu fyrstu flugeldarnir upp Herjólfsdal.