
Karlakór Vestmannaeyja ásamt hljómsveit
Loksins, loksins heldur Karlakór Vestmannaeyja vortónleika í Höllinni 26. maí nk. kl. 20.00 ( húsið opnar kl. 19.30)
Þar sem ekki var unnt að halda tónleikana síðustu tvö ár er öllu tjaldað til í ár og kölluð til hljómsveit. Hana skipa kórdrengirnir: Birgir Nielsen á trommur, Þórir Geirsson á bassa, Arnar Júlíusson á gítar og Þórir Ólafsson á hljómborð.
Þar að auki tekur kórinn nokkur lög við undirleik hinnar kynngimögnuðu Kitty Kovác.
Stjórnandi Karlakórs Vestmannaeyja er Þórhallur Barðason.
Miðasala er hafin á tix.is – miðaverð kr. 3.500,-