
Jólahlaðborð Hallarinnar & Einsa Kalda
Einsi kaldi er þekktur fyrir jólahlaðborð sín og í ár verða þau föstudaginn 9. desember
og laugardaginn 10. desember. Geggjaður matseðill þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Þegar vel er liðið á borðhald hefst svo tónlistarveisla sem kemur þér í jólagírinn.
Eyjaraddir munu fylla Höllina ljúfum tónum við undirleik hljómsveitar Gísla Stefánssonar.
Sérstakur gestur í ár verður svo enginn annar en Stefán Hilmarsson!
Húsið opnar 19.30 bæði kvöldin. Borðapantanir fara fram á hollinivestmannaeyjum@gmail.com
og er miðaverð 13.900 kr. Tryggið ykkur miða á besta jólahlaðborð landsins!