
ÍBV – Stjarnan (Olísdeild kvenna)
Önnur umferð er að hefjast í Olísdeild kvenna. ÍBV tekur á móti liði Stjörnunnar í íþróttamiðstöðinni kl. 14:00 laugaraginn 24. september.
Mætum í höllina og styðjum stelpurnar til sigurs. Hægt er að kaupa miða í appinu Stubbur eða skrá sig í Krókudílaklúbb ÍBV.
Krókódílakort:
Nú er allt komið á fullt hjá okkur í hanfboltanum. Búið er að yfirfara allt varðandi þá sem eru skráðir í Krókódílaa og eiga allir að hafa virkt kort inni á miðasöluappinu Stubbur!
Hérna meðfylgjandi er stutt myndband sem útskýrir betur hvernig virkni kortsins er í appinu.
Hvað er Krókódíll?
Krókódílarnir eru stuðningsmannahópur handknattleiksdeildar ÍBV. Greitt er mánaðarlega, 1.500 kr.- fyrir einstakling og 2.400 fyrir hjón/pör.
Með þessari aðild færð þú frítt inn á alla deildarleiki (heimaleiki) meistaraflokka karla og kvenna í handbolta hjá ÍBV.
Hafir þú áhugi á að slást í hópinn getur þú sent tölvupóst á netfangið vilmar@ibv.is fyrir skráningu og nánari upplýsingar.