
HLJÓMEY
Þann 28. apríl nk. verður haldin stórfengleg tónlistarhátíð í Vestmannaeyjum. Hátíðin fer fram á 11 heimilum víðsvegar um miðbæ Vestmannaeyja og 15 atriði koma fram.
Verkefnið sjálft er óhagnaðardrifið samfélagsverkefni sem unnið er í samvinnu við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabæ, Herjólf, The Brothers Brewery, Hótel Vestmannaeyjar, Höllina og Westman Islands Inn. Tilgangurinn er að búa til skemmtilegan og einlægan viðburð í lok vetrar, til að efla ferðamannatímabilið í Vestmannaeyjum og um leið efla tónlistarlíf og tónlistarmenningu Vestmannaeyinga. Hér er ekki verið að finna upp hjólið, en fyrirmyndin á verkefninu er komin frá hátíðinni „Heima í Hafnarfirði“ sem upphafleg kemur frá Götu í Færeyjum og staðfært einnig á Akranesi.
Alls hafa 11 húsráðendur í Vestmannaeyjum ákveðið að opna stofur sínar fyrir tónleikagesti og 15 atriði staðfest komu sína, þar sem uppistaðan er tónlistarfólk úr Vestmannaeyjum í bland við landsþekkta flytjendur.
Dagskrá hátíðarinnar verður frá fimmtudeginum 27. apríl til og með laugardagsins 29. apríl, þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Setning hátíðarinnar verður fimmtudaginn 27. Apríl og fara stofutónleikar Hljómeyjar fram á föstudagskvöldinu 28. apríl. Þar hefur fólk kost á því að labba á milli heimila og sjá þá tónlistamenn sem þau vilja.
Á laugardeginum mun svo Pálmi Gunnars ásamt hljómsveit koma fram á vegum Hallarinnar. Tónleikarnir í Höllinni er hluti af Hljómeyjardagskránni, en sjálfstæður viðburður Hallarinnar.
- 00
days
- 00
hours
- 00
minutes
- 00
seconds
Date
- apr 27 2023
Time
- All Day
Local Time
- Timezone: America/New_York
- Date: apr 27 2023
- Time: All Day