Bærinn Viðar Breiðfjörð

Eru fleiri pólitískir fulltrúar á launum lausnin?

12.06.2020

Á bæjarstjórnarfundi í gær dró heldur betur til tíðinda þegar meirihlutinn samþykkti öllum að óvörum og enn og aftur án einhverra haldbærra skýringa að fjölga bæjarfulltrúum úr 7 í 9.

Kostnaðarsamt og stækkar báknið

Það er kostnaðarsamt að fjölga bæjarfulltrúum og eykur þenslu í stjórnsýslunni. Í Vestmannaeyjum eru starfandi pólitískar fagnefndir auk, bæjarráðs og bæjarstjórnar. Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf verið að nýta fjármunina sem best með hag bæjarbúa að leiðarljósi, það verður ekki gert með því að fjölga pólitískum fulltrúum á launum hjá sveitarfélaginu. 

Enginn kallað eftir því að fjölga pólitískum fulltrúum á launum

Það hefur aldrei áður komið til tals hin síðari ár að fjölga launuðum fulltrúum, hins vegar hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins að hagræða í stjórnsýslunni, með því að fækka fagnefndum og millistjórnendum. Þannig hefur skilvirkni aukist og skapast svigrúm til þjónustuaukningar sem er hagur íbúanna.

Hægt að ná fleira fólki að borðinu með öðrum leiðum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tryggt valddreifingu og aukið lýðræði innan sinna raða með því að bæjarfulltrúar taka ekki sæti í ráðum og nefndum og tryggja þannig að fleiri íbúar komi að ákvörðunartöku um málefni sveitarfélagsins án þess að auka kostnað sveitarfélagsins. 

Sérkennilegt atkvæðagreiðsla um málið

Þegar búið var að ræða málið kom fram frestunartillaga frá meirihlutanum sem tekin var til atkvæðargreiðslu, meirihluti samþykkti með uppréttri hendi að fresta tillögunni

bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá í málinu en voru ekki andvígir frestun. Við það tilefni ákveður meirihlutinn að draga frestunartillögu sína til baka þar sem niðurstaða kosningarinnar hugnast honum ekki. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu eðlilega athugasemd við þessa atburðarrás, en málið endaði þannig að meirihlutinn samþykkti málið með 4 atkvæðum gegn 3. Málið er hins vegar það stórt að það þarfnast tveggja umræðna til að samþykkja það endanlega.

Sameinuð sveitarfélög með 9 fulltrúa

Nýleg sveitarstjórnarlög eru m.a. hugsuð í þeim tilgangi að gera sveitarfélögum kleift að sameinast og að þeim sé fækkað. Þannig er bæjarfulltrúum á landinu fækkað. Heimildin í lögunum sem meirihlutinn vísar í það er að hægt sé að fjölga bæjarfulltrúum upp í 11 samkvæmt lögum er fyrst og fremst hugsuð sem lausn þegar sveitarfélög eru að sameinast og fækka bæjarfulltrúum, enda eru nánast öll sveitarfélögin sem eru með 9 bæjarfulltrúa en ekki 7, sveitarfélög sem hafa verið að sameinast.

Siglum inn í óvissutíma, ekki kallað eftir þessum breytingum

Ég skora nú á bæjarfulltrúar meirihlutans að íhuga málið betur og hætta við þessi áform sín. Við erum að sigla inn í óvissutíma vegna afleiðinga heimsfaraldurs sem gætu haft slæmar efnahagslegar afleiðingar. Ég hef ekki orðið var við það að bæjarbúar vilji fjölga bæjarfulltrúum úr 7 í 9, en það má vel vera að það sé rangt.

Trausti Hjaltason

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Trausti Hjaltason, Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Forsíðumyndina tók Viðar Breiðfjörð

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is