Spáð er vaxandi suðaustanátt í kvöld og í nótt hér í Vestmannaeyjum. Vindstyrkur á að ná um 20 m/s um miðnætti í nótt og samkvæmt spánni á ekki að lægja fyrr en á sunnudaginn svo ef ég væri ÞÚ þá myndi ég skoppa út og taka saman ALLT sumar dótið og koma því í skjól.
Þessari gleði fylgir hækkandi alda og má búast við að Herjólfur þurfi að heimsækja Þorlákshöfn, nú það er auðvitað ef þessi verðurspá gengur eftir, stundum eru við heppin og þetta fer bara framhjá. Eigið annars stórkostlega góðan dag.
