Föstudagur 1. desember 2023

Ertu kótilettukall/kona ?

Fimmtudagskvöld 7. nóvember verður í Höllinni, hið árlega kótilettukvöld.

Flott og skemmtilegt kvöld sem hefur fengið fastan sess í lífi okkar sem höfum hist og notið góðrar máltíðar saman á hverju hausti.

Skemmtilegar sögur sagðar og flott fólk lætur í sér heyra.

Allur ágóði rennur í gott málefni á hverju ári.

Í ár eru það Gleðigjafarnir sem fá að njóta ágóðans af innkomunni, en þau eru að safna sér fyrir ferð til Tenerife.

Tígull hvetur fólk til að mæta og gæða sér á ljúffengum kótilettum og Royal búðing í eftirrétt, koma svo gott fólk látið gott af ykkur leiða.

Hafðu sambandi við Pétur Steingrímsson eða með því að leggja inn á reikninginn 0185-05-001957, kt.140157-5979 upphæðin er alltaf sú sama 4500. – kr til að taka þátt.

Við fengum leyfi hjá Óskari Pétri til að birta þessar flottu myndir og myndatexta frá Kótilettukvöldinu 2017.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is