06.02.2020
Fifa mót ÍBV
Á morgun verður Vestmannaeyjamótið í FIFA haldið í Týsheimilinu kl. 20.00.
Um er að ræða einstaklingskeppni og verða veitt glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin.
Mótsgjald er 2500 kall og er mótið fyrir 18 ára og eldri.
Tölvur og stýripinnar verða á staðnum en hjátrúafullir spilarar mega koma með sinn stýripinna.Skráning fer fram á knattspyrna@ibv.is.
Til gamans má geta að leikur Kára og KFS verður sýndur í Týsheimilinu en hann hefst kl. 20.00.
Allir eru velkomnir, hvort sem þeir vilja horfa og spjalla eða spila FIFA. Heyrst hefur að Telmo og Sito gætu spilað með KFS í leiknum en það mun koma betur í ljós.
Fyrir hönd ÍBV, Daníel Geir Moritz