Öllu flugi hjá flugfélaginu Erni hefur verið aflýst í dag, 10.desember vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.
Einnig segir í tilkynningunni að skrifstofu félagsins í Reykjavík verði lokað klukkan 14:00 og opnar aftur klukkan 08:00 í fyrramálið.
Næsta flug sem athugað verður til Eyja er kl 15:45 á morgun miðvikudag. Farið varlega í veðrinu og vonumst eftir betra veðri á morgun.
Hann Jói Myndó á forsíðumyndina