Miðvikudagur 24. júlí 2024

Erfðarannsókn vegna Tyrkjaránsins

Finna á um­merki Tyrkjaráns­ins í erfðamengi Íslend­inga hér­lend­is og finna af­kom­end­ur Íslend­ing­anna, sem rænt var, í Als­ír gangi þings­álykt­un­ar­til­laga eft­ir sem sett var fram í gær á Alþingi.

Í álykt­un­inni er kveðið á um að forsæt­is­ráðherra verði falið að skipa nefnd til und­ir­bún­ings viðburðar árið 2027 í til­efni þess að þá verða 400 ár liðin frá Tyrkjarán­inu sum­arið 1627 auk þess vinna eigi að fyrr­nefndri rann­sókn Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar.

Skal nefnd for­sæt­is­ráðherra meðal ann­ars standa fyr­ir kaup­um á minn­is­varða um ránið, standa fyr­ir málþingi þar um og stofna fræðslu­sjóð.

Ráns­menn þeir, eru hlut áttu að máli í Tyrkjarán­inu, voru frá Als­ír og Mar­okkó og gerðu þeir strand­högg á þrem­ur stöðum á land­inu, í Grinda­vík, aust­ur á fjörðum og í Vest­manna­eyj­um en þaðan voru flest­ir numd­ir á brott. Allt í allt voru hátt í 400 Íslend­ing­ar brott­numd­ir og hneppt­ir í þræl­dóm í Sale í Mar­okkó og Al­geirs­borg og hátt í 50 drepn­ir eða lim­lest­ir í rán­inu, seg­ir í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni sem fimm þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins lögðu fram í gær.

Niður­stöður kynnt­ar í Vest­manna­eyj­um
„Í til­lögu þess­ari er lagt til að í Vest­manna­eyj­um, þar sem blóðtaka ráns­ins var lang­mest, verði reist­ur minn­is­varði um þenn­an heims­sögu­lega at­b­urð sem verði af­hjúpaður 16. júlí 2027 að viðstödd­um full­trú­um þjóðþinga þeirra landa sem helst komu við sögu, þ.e. Dan­merk­ur, Hol­lands, Als­ír og Mar­okkó auk fleiri landa. For­sæt­is­ráðherra verði falið að skipa þriggja manna nefnd til að und­ir­búa kaup á minn­is­varða um at­b­urðinn,“ seg­ir í til­lög­unni.

Eins er lagt til að nefnd­in stofni fræðslu­sjóð og skipi hon­um stjórn. Skuli sjóður­inn starfa tíma­bundið og styrkja fræðslu­verk­efni um Tyrkjaránið í hlutaðeig­andi sveit­ar­fé­lög­um á Aust­fjörðum, í Vest­manna­eyj­um og Grinda­vík árið 2027.

Gert sé ráð fyr­ir að niður­stöður rann­sókn­ar Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar verði kynnt­ar í Vest­manna­eyj­um 16. júlí 2027, þann dag sem 400 ár verða liðin frá því aðkomu­menn fóru þar um ráns­hendi.

Mbl.is greindi frá

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search