Erasmus ferð til Hollands

Dagana 16-21. apríl héldu fjórir nemendur Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum ásamt tveimur kennurum til Zevenaar í Hollandi. Tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í Erasmus verkefni þar sem nemendur vinna með nemendum frá öðrum löndum í ákveðnum verkefnum. Nemendur þessa verkefnis eru frá Finnlandi, Eistlandi, Þýskalandi, Hollandi og Íslandi og var þema ferðarinnar andleg vellíðan. Nemendur gistu hjá vinum sínum í Hollandi sem komu í heimsókn til Vestmannaeyja í september á síðasta ári.

Fyrsta dag verkefnisins var lögð áhersla á að nemendur kynntust og tengdust betur í formi ýmissa leikja og var þeim einnig sýnd skólabyggingin sem er töluvert stærri en þeir eiga að venjast úr FÍV.

Nemendur hófu þar á eftir vinnu í hópum við verkefni vikunnar sem var myndbandsverkefni um andlega vellíðan. Að verkefnavinnu lokinni fengu nemendur og kennarar að slaka á og finna innri frið í Yoga. Á degi tvö fór hópurinn í skógarferð í Posbank þjóðgarðinn þar sem athuguð var líðan nemenda fyrir og eftir hreyfingu í náttúrunni. Var nemendum meðal annars gert að finna stað í skóginum til að slaka á og hlusta á náttúruna án utanaðkomandi truflunar.

Á degi þrjú var hópnum boðið til Amsterdam til að upplifa borgarlífið og siglingu um síki borgarinnar og skoða hið stórfenglega listasafn Rijkmuseum. Á heimleiðinni fengu nemendur tækifæri til þess að synda í sjónum við Zandvoort ströndina og má nánast fullyrða að íslensku nemendurnir hafi verið þeir einu sem fannst sjórinn nógu hlýr til sundiðkunar.

Fjórða og síðasta daginn var komið að því að nemendur kynntu niðurstöður sínar í formi myndbanda þar sem eins og áður segir var lögð áhersla á andlega vellíðan. Verkefnin voru eins mismunandi og þau voru mörg og augljóst að nemendur hafa ólíka sýn á það hvað skiptir helst máli þegar kemur að andlegri vellíðan. Að lokum var kveðjustund í skólanum þar sem hollensku nemendurnir buðu gestum sínum upp á hefðbundinn hollenskan mat og partý þar á eftir.

Þátttaka í verkefnum eins og Erasmus víkka sjóndeildarhring nemenda umtalsvert, gerir þeim kleift að eignast vini frá ýmsum öðrum löndum og skapa þeim minningar sem munu seint eða aldrei gleymast.

Við hvetjum því nemendur við FÍV að hugleiða að taka þátt þegar slík verkefni eru í boði. Þeir munu ekki sjá eftir því.

Auðbjörg Halla Jóhannsdóttir og Gunnar Friðfinnsson
Kennarar við FÍV

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is