Er vinna dyggð? – Við Íslendingar erum þekkt fyrir að vera dugleg

Þegar ég var unglingur vann ég á vorin í gróðrarstöð

Ég vann við að þétta í bökkum og fleiri verkefni sem við vorum látin gera voru kannski ekki þau skemmtilegastu en flest okkar voru dugleg að eðlisfari og voru ekki mikið að spá í hvernig við framkvæmdum störfin.

Steinþór vinur minn var þó öðruvísi

Í staðinn fyrir að vinna í blindni var hann alltaf koma með hugmyndir hvað mætti betur fara og betri útfærslur á vinnuaðstöðinni. Við vinnufélagarnir tókum yfirleitt fálega í hugmyndir Steinþórs og skildum ekki af hverju hann var að spá í þessum. Verkstjórinn hlustaði ekki mikið meira á hann og taldi frekar að Steinþór væri latur og hann ætti frekar að einbeita sér að vinnunni.

Niðurstaðan var að þrátt fyrir allar þessar frábæru hugmyndir frá Steinþóri þá leiddu fáar ef einhverjar af þeim til breytinga á vinnustaðnum. Ástæðan var að allir voru uppteknir að klára önnur „mikilvægari“ verkefni og höfðu ekki tíma fyrir svona dagdrauma. 

Síðar í lífinu hefur mér oft verið hugsað til Steinþórs

Ég er iðnaðarverkfræðingur og hef heimsótt mörg af stærstu fyrirtækjum í heimi, s.s. Toyota, Scania, Ford, o.fl. og það merkilega er að öll þessi fyrirtæki hafa sérstök úrræði til að kenna starfsfólkinu að hugsa eins og Steinþór. Þau vita að starfsfólk í framlínunni veit best hvernig vinnan fer fram og er því best til þess fallið að finna hagkvæmari leiðir. Þessi fyrirtæki leggja jafnmikla vinnu í daglega nýsköpun í vinnubrögðum eins og að hanna næsta módel sem fer í framleiðslu. Nýsköpun í vinnubrögðum er því líklega mikilvægari en nýsköpun almennt því allar þær breytingar snerta strax alla sem vinna við verkið. 

Við Íslendingar erum þekkt fyrir að vera dugleg og að hlutirnir reddist

Það hefur dugað okkur hingað til, en stóra spurningin er þegar horft er fram á veginn, hvort vinna sé dyggð? Allir vinnustaðir hafa sinn „Steinþór“, fólk með hugmyndir um hvað megi betur fara, og hvernig hægt sé að gera vinnuna auðveldari og þá um leið afkastameiri. En til að við virkjum þessar hugmyndir þá þurfum við, á sama tíma, að hætta að hugsa um það sem leti að staldra við og finna betri leiðir. Ef stærstu fyrirtæki í heimi eru að eyða tíma og orku í fá starfsfólk til að þróa betri leiðir þá gæti verið gáfulegt fyrir okkur hin að gera slíkt hið sama.

Ég hef aðstoðað tugi íslenskra fyrirtæki við að ná fram því besta úr rekstrinum. Sem fyrsta skref mæli ég með að við byrjum öll að nýta hugmyndirnar sem koma frá hverjum og einum starfsmanni. Ef við forgangsröðum tíma okkar til að koma þessu í verk þá fara aðrir hlutir líka fljótlega að ganga betur.

Höfundur er eigandi Lean ráðgjöf sem hjálpar fyrirtækjum að bæta skipulag og reksturinn með aukinni samvinnu milli starfsmanna og stjórnenda. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search