Er löngu búinn að læra að treysta því að sumt bull er gull

Palla þarf vart að kynna en hann sló fyrst rækilega í gegn í uppsetningu Menntaskólans við Hamrahlíð á The Rocky Horror Picture Show árið 1991, þar sem hann lék hinn óseðjandi Dr. Frank-N-Furter. Síðan þá hefur hann heillað landann með fallegum söng en einnig hefur hann fengið allmarga Íslendinga til að trylla dansgólfið á sínum frægu Pallaböllum. Laugardaginn 30. mars mun Palli mæta til Eyja og verður heljarinnar Pallaball í Höllinni.

Borðaru Páskaegg og hvað er best?
Ég byrja að éta Nóa páskaegg um leið og þau sjást í hillum stórmarkaða í janúar ár hvert.

Ertu með einhverjar páskahefðir? Oftast eru páskarnir hjá mér þannig að ég spila eins mikið og ég get, en svo hittist stórfjölskyldan alltaf á mánudeginum annan í páskum. Við erum sirka 45 manns alls, með mökum, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum, svo við þurfum að hafa mikið fyrir því að hittast öll saman. Við náum því í kringum jól og páska, og svo einu sinni yfir sumartímann.

Hvað kemur þér í stuð? Stuð er andlegt ástand, og ég passa mig á því að „sæka“ mig upp andlega fyrir hvert gigg. Stuðið kemur venjulega yfir mig í öllum sándtékkum, um leið og öll tæknilegu atriðin eru komin á hreint. Þá spennist ég allur upp, finn mikla tilhlökkun og er tilbúinn í ball..  

Hvernig undirbýrðu þig fyrir gigg? Ef það er gigg, hvort sem það er stórt eða lítið, þá fer allur dagurinn í giggið á einn eða annan hátt. Það er óumflýjanlegt í mínu tilviki. Ég þarf að hita mig upp andlega og líkamlega og svo fara margir klukkutímar bara í að gera sig sætann.

Við hverju má fólk búast frá þér á sviðinu um páskana? Það má búast við dansgólfi sem fyllist á örskömmum tíma og fólki að öskursyngja með öllum lögunum. 

Ertu ástfanginn? Já, ég hef aldrei verið svona ástfanginn í lífinu og fengið svona mikla ást til baka. Ég var búinn að afskrifa þessa pælingu fyrir löngu og svo voru æðri máttarvöld með eitthvað allt annað plan. Nú er ég að láta hvern einasta dag koma mér á óvart.

Hver eru þín helstu áhugamál?
Allt sem viðkemur listum, tónlist, bíó, leikhús og sviðslistir. 

Hvaðan færðu innblástur?
Minn helsti innblástur kemur alltaf óvart úr einhverju bulli sem ég bulla og prófa að spinna í stúdíóinu. Ég er löngu búinn að læra að treysta því að sumt bull er gull.

Hver er þín helsta fyrirmynd?
Ég lít upp til fólks sem stendur með sjálfu sér.

Hvaða ofurkrafti myndiru vilja búa yfir? Að vita hvað mun gerast á morgun. Þar sem ég hef ekki þann ofurkraft þá þarf ég að nota annan ofurkraft í staðinn sem heitir traust. Ég þarf stöðugt að treysta því að allt sem gerist verði gott og fari vel.

Hvað færðu þér í morgunmat? Kaffi með karmellusírópi.

Hver er mesta áhættan sem þú hefur tekið? Að kjósa þetta starf.

Hvaða smáforrit er ómissandi? Ekkert af þessu er ómissandi. Ég á í tjúlluðu ástar / haturs sambandi við símann minn. Öll þessi öpp eru hönnuð til að gera mann „hooked“.

Hvar líður þér best? Heima er best.

Ef þú ættir eina ósk – hver væri hún? Að ég gæti fengið allar mínar óskir uppfylltar.

Ef þú ættir tímavél, til hvaða tíma myndiru vilja fara og afhverju? Það væri forvitnilegt að fá að kíkja til framtíðarinnar, bara sirka 20 ár fram í tímann og athuga hvort gervigreindin væri þá búin að breyta heiminum í blöndu af Mad Max og Terminator 2.  Það væri almesta fokk öpp mannkynssögunnar. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search