Inn á facebooksíðunni kvennfólk Eyjar er umræða um innbrotsfaraldur hér í Vestmannaeyjum.
Þó nokkrar konur segja frá því að tekið hafi verð í hurðahún snemma morguns eða um kvöld og í einu tilfelli var rúða brotin í útidyrahurð en það vildi svo til að húseigandinn var heima og þar af leiðandi fór innbrotið ekki lengra. Í nokkrum tilfellum var hundur á heimilinu og kom í veg fyrir tja að talið er innbrotsþjófur kæmist leiða sinna með gelti.
Blaðamaður Tíguls heyrði í Lögreglunni í Vestmannaeyjum og spurðist fyrir um hvort einhver innbrot hafi verið tilkynnt. Halldór var fyrir svörum og sagði að ekkert innbrot hafi verið tilkynnt undanfarið hér í Eyjum. Jú vissulega var tilkynnt með rúðubrotið en ekki neitt annað. Lögreglan er vissulega með augu og eyru opin og að sjálfsögðu hvetur alla að tilkynna ef eitthvað grunsamlegt er í gangi.
Við hvetjum ykkur að hafa bíla og hús læst.