lundi Halldór

Er „hundaæði“ á eyjunni ?

Fyrir nokkrum dögum var ég að vinna að verkefni á Stórhöfða og blöskraði hversu margir virtu umgengnisreglur höfðans að vettugi. 

Eins og flestir (greinilega ekki allir samt) vita, er Stórhöfði stór varpstaður og er mikil fuglabyggð á höfðanum. Á þessu svæði, og reyndar allt svæðið fyrir sunnan steinstaði, eru hundar bannaðir. Þrátt fyrir það varð ég var við ansi mikla hunda“umferð“ um svæðið, og margir af þeim ekki í taum og fengu því að hlaupa um svæðið og róta í lundaholum. Þessar heimsóknir ferfætlinga geta haft mikil áhrif á fuglalífið, og eru önnur svæði á eyjunni sérstaklega ætluð fyrir hunda, og hvet ég hundaeigendur til að nýta það svæði en ekki varpsvæði. 

Til upplýsinga, þá hefst varptími fugla í maí og stendur yfir út september

Marinó Sigursteinsson

Forsíðumynd: Halldór B. Halldórsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search