Fimmtudagur 22. febrúar 2024

Er fyrir alla sem vilja hjálpa sér sjálfir

Anna Hulda Ingadóttir rekur netverslunina allraheilsa.is en þar er hún að bjóða upp á hágæða æfingateygjur, nuddrúllur og fleira sem stuðlar að heilsubót. 

Anna Hulda er sjúkraþjálfari og finnst mikilvægt að fólk geti gert styrkjandi æfingar heima.  Einnig veit hún að með því að með því að fræða skjólstæðinga sína og kenna þeim að hjálpa sér sjálf þá minnka stoðkerfisverkir þeirra og almenn lífsgæði aukast. 

Æfingateygjurnar okkar eru umhverfisvottaðar og ofnæmisprófaðar. Tígull fékk að forvitnast aðeins meira um verslunina og það sem er í boði.

Af hverju opnaðir þú vefverslun? Í starfi mínu hef ég notað FLEXVIT æfingateygjur í 3 ár og að mínu mati eru þetta langbestu æfingateygjurnar m.t.t. fjölbreytileika, endingu og gæði.  Mig langaði að finna vörur sem fólk getur notað á marga vegu og eru einfaldar í notkun.  Einnig vildi ég bjóða upp á vörur sem sjúkraþjálfarar geta notað í meðferðum og þjálfun á skjólstæðingum sínum og þannig leiðbeint fólki að hjálpa sér sjálft heima.

Hvenær fór vefverslunin af stað? Í mars 2021.

Fyrir hverja eru vörurnar? Fyrir alla sem vilja hjálpa sér sjálfir, yngsti viðskiptavinurinn er 8 ára og sá elsti er 97 ára.  Er t.a.m. með æfingateygjur sérhannaðar fyrir börn og unglinga.

Hvað er vinsælast? Hjá almenningi er það PATrigger nuddrúllan og Revolve æfingateygjurnar.  Hjá sjúkraþjálfurum er það þjálfunardýnan og fótaþjálfunarbrettið.

Er einhver vara sem þú mælir sérstaklega með? PATrigger nuddrúllan er algjör töfrarúlla.  Hún er mjög nett og létt, auðvelt að taka með hvert sem er.  Hún er með nuddboltum á endunum sem hægt er að taka af og nota til að þrýsta á vöðvahnúta.  Annar boltinn er einstakur og er í laginu eins og avókadó, með honum er hægt að þrýsta á vöðva sem oft er erfitt að ná til með venjulegum nuddboltum.

Ætlar þú að bjóða upp á fleiri vörur í framtíðinni? Já, ég er alltaf að skoða fleiri vörur en ég er vandfýsin og vil bara hafa gæðavörur til sölu.  Við erum nú þegar búin að panta hjá þremur nýjum birgjum og hlökkum mikið til að fá þær vörur.  Bara spennandi tímar framundan í að leiðbeina fólki að hjálpa sér sjálft í átt að betri heilsu.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search