Miðvikudagur 7. júní 2023

Er barnið þitt með jákvæða sjálfsmynd?


Í hraða og áreiti samfélagsins gera börn og unglingar miklar kröfur til sín í námi
félagslífi og tómstundum. Þau vilja standa sig vel á öllum sviðum, vilja vera frábær,
jafnvel fullkomin. Þegar þau ná ekki að standa undir þessum óraunhæfu kröfum eiga
þau til að tala sig niður og gera lítið úr frammistöðu sinni. Þannig brjóta þau smátt og
smátt niður sjálfsmynd sína og finna fyrir vanlíðan og kvíða.
Í slíkum aðstæðum finna foreldrar oft vanmátt sinn en flestir foreldrar upplifa
einhvern tímann í uppeldinu að hafa áhyggjur af barni sínu og líðan þess, hvort það
eigi góða vini, eyði of miklum tíma í snjalltækjum og hvernig því vegnar í námi,
tómstundum og íþróttum.


Allir foreldrar óska þess að barnið þeirra sé hamingjusamt, því líði vel í eigin skinni,
búi yfir jákvæðri sjálfsmynd, sé fært í vináttu og samskiptum og hafi hugrekki til að
takast á við lífið af jákvæðni og gleði. Foreldrahlutverkið er eitt mikilvægasta hlutverk
sem hver og einn tekur sér fyrir hendur og vilja foreldrar vanda sig þegar kemur að
velferð barna sinna.


Hugarfrelsi er fyrirtæki sem sérhæfir sig í velferð barna og unglinga. Alls hafa komið
út 5 bækur á vegum Hugarfrelsis auk annarra vara sem gagnast vel í uppeldinu.
Á undanförnum árum hafa verið í boði námskeið fyrir börn og unglinga sem hafa það
að markmiði að efla sjálfsmynd þeirra, innra jafnvægi og vellíðan.


Á námskeiðunum eru kenndar einfaldar aðferðir sem hjálpa börnum og unglingum að
velja sína leið í lífinu þannig að þau eigi auðveldara með að blómstra. Áhersla er
lögð á öndun, slökun og hugleiðslu auk æfinga sem efla jákvæða hugsun, sjálfstæði
og styrkleika. Aðferðirnar hjálpa til við að takast á við áreiti, mótlæti, hindranir,
samanburð, samfélagsmiðla, kvíða og streitu.

Námskeiðið Kátir krakkar fyrir 7-9 ára
26.sept.-28.nóv. kl.14:30-15:30 í Friðarbóli.
Kennari: Katrín Harðardóttir
Skemmtilegt námskeið fyrir krakka í 2.- 4. bekk sem vilja efla einbeitingu, sjálfsmynd,
styrkleika og jákvæða hugsun með því að nota sjálfsstyrkingu, öndun, jóga, slökun
og hugleiðslu.
Bókin Hugarfrelsi – aðferðir til að efla börn og unglinga er innifalin í námskeiðsgjaldi.
Mér fannst námskeiðið frábært og það hjálpaði mér mikið. Ég lærði að slaka betur á
og anda djúpt þegar ég verð kvíðinn. Ég lærði líka að hugsa meira jákvætt.
Drengur í 4.bekk
Það sem ég er þákklátust fyrir eftir námskeiðið er að nú á ég auðveldara með að
sofna á kvöldin og kann betur á hugann minn. Mér fannst gaman að gera
jógaæfingarnar.
Stúlka í 3. bekk


Námskeiðið VERTU ÞÚ!
26.sept.-28.nóv. kl.20:00-21:00 í Friðarbóli.
Kennari: Katrín Harðardóttir


Uppbyggjandi námskeið fyrir unglinga í 8. 9. og 10. bekk sem vilja styrkja
sjálfsmyndina og trú á eigin getu. Námskeiðið byggir á aðferðum Hugarfrelsis sem
ýta undir aukið jafnvægi, efla jákvæðni og draga úr samanburði.
 Bókin VELDU er innifalin í námskeiðsgjaldi.
Ég lærði að koma auga á styrkleika mína, lærði að setja mér markmið og vera góð
manneskja. Mér fannst þetta alveg frábært og ég er afar þakklátur. Takk fyrir mig.
Drengur í 9. bekk
 
Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og fróðlegt námskeið. Aðferðirnar hafa hjálpað
mér að vera jákvæð. Mér fannst gott að gefa mér tíma til að róa mig niður, gleyma
öllu og hugsa aðeins um sjálfan mig. Mér fannst þetta mjög gaman og er leið að
hætta.
Stúlka í 10. bekk
 
Mér fannst þetta námskeið mjög gott. Maður lærir betur að hafa trú á sjálfum sér, að
maður getur gert allt í lífinu sem maður ætlar sér og að slaka á, anda vel og njóta
lífsins.
Drengur í 10. bekk
 
Námskeiðið var mjög áhugavert og ég myndi mæla með því sérstaklega til að styrkja
sjálfsmyndina. Ég lærði fullt af nýjum hlutum t.d. öndun, slökun að láta draumana
rætast og margt fleira. Námskeiðið var líka skemmtilegt og kennararnir skemmtilegir.
Stúlka í 8. bekk
Skráning á www.hugarfrelsi.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is