Er að vinna með góðu fólki og þjálfarateymið er frábært

Jörgen Freyr Ólafsson.

Eyjapeyjinn og handknattleiksþjálfarinn Jörgen Freyr Ólafsson Naabye var ráðinn þjálfari hjá norska félaginu Rival og Haugesund Toppidrettgymnas síðasta sumar til tveggja ára. Jörgen Freyr hafði þá tvö ár áður verið einn af þjálfurum meistaraflokksliðs FH. Jörgen er í sambúð með Sigrúnu Jóhannsdóttur ásamt tveimur börnum. Þau fluttu til Haugasunds í Noregi í ágúst síðasta sumar og líkar þeim mjög vel og fannst tekið gríðarlega vel á móti þeim. Tígull heyrði í Jörgen.

Hvernig gengur fjölskyldunni að koma sér inn í lífið þar, tungumálið og annað?
Það hefur gengið upp og niður en eftir áramót hefur þetta verið frábært. Krakkarnir voru ekki lengi að ná tökum á tungumálinu og við erum ekki langt á eftir þeim.

Eru komin frekari framtíðarplön hjá ykkur fjölskyldunni?
Við verðum allavega hér eitt ár í viðbót þar sem ég á eitt ár eftir af samningnum en finnst líklegt að við verðum hér eitthvað lengur þar sem við erum búin að kaupa okkur hús hér í Haugesund. Allir velkomnir í kaffi.

Hvernig líkar þér?
Mér líkar alveg ótrúlega vel og er ég að vinna með góðu fólki í kringum klúbbinn og þjálfarateymið frábært. Svo eru leikmennirnir klárir að vinna að markmiðum félagasins þá er gaman að vera þjálfari.

Er þetta ólíkt því sem þú þekkir hér heima á Íslandi?
Já! Hér er ég bara að vinna við þjálfun sem gerir mér kleift að eyða meiri tíma og fókus í skipulag, klippi vinnu, þróun leikmanna o.fl.
Fjöldi leikmanna hér er miklu meiri en ég var vanur heima. T.d er ég með yfir 60 leikmenn sem eru 16 ára eða eldri.

Hvernig gengur ykkur í handboltanum?
Það er búið að ganga ótrúlega vel. Var með þrjú lið á síðasta tímabili (meistaraflokks lið 1 og 2 og svo unglingaflokks lið) Meistaraflokksliðin fóru bæði upp um deild og unglingaliðið vann sína deild á sínu svæði.
Miklar framfarir og bætingar á leikmönnum fyrir mér er það stærsti sigurinn! Okkur hefur líka tekist að taka umgjörðina hjá klúbbnum upp á næsta level.

Í hvaða deild spilið þið?
Lið 1 spilar í 3. deild á næsta ári, lið 2 spilar í 4. deild á næsta ári og unglingaliðið spilar í lands-seríunni. Ef fólk vill útskýringar á hvernig þetta kerfi í Noregi virkar má það koma í kaffi til mömmu og pabba 10. júlí í Eyjum þar sem ég get svarað öllum spurningum.

Jörgen ásamt sambýliskonu sinni Sigrúnu Jóhannsdóttur og dætrum.

Nú eru tvær Eyjastelpur á leið til ykkar, hvernig lýst þér á það?
Bara hrikalega vel. Þóra og Amelía eru hrikalega öflugir leikmenn og hafa verið undir góðri handleiðslu hjá Sigga Braga og Himma Bjöss. Þær koma til með að styrkja liðið mikið, bæði innan og utan vallar. Þær eru búnar að koma í viku heimsókn til Haugesund til þess að skoða aðstæður og hitta stjórn og liðsfélaga.
Ég hef fulla trú að þær munu passa vel inn í hópinn og það sem við erum að gera hér.

Hvaða fræga einstakling (lífs eða liðinn) í mannkynssögunni myndir þú vilja bjóða í kaffi og afhverju?
Kobe Bryant klárlega. Bara, hvernig býr maður til svona hugarfar?

Hver er mesta áhættan sem þú hefur tekið?
Það er örugglega margt ef þú spyrð foreldra mína en held ég segi að flytja út til Noregs en ég hafði aldrei farið til Noregs áður.

Hvað færðu þér í morgunmat?
Það er Haframjöl- chiafræ mjólk og próteinblanda saman inn í ískap deginum svo hendir maður banana, epli, Jarðaber, bláber fer eftir hvað er til á þetta um morguninn – herregud hvað það er gott .

Hvaða smáforrit er ómissandi?
Spotify.

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri í lokin?
Takk Mamma og Pabbi.

Jörgen Freyr ásamt Þóru Björgu Stefánsdóttur og Amelíu Dís Einarsdottur sem nýverið gengu til liðs við Rival í Haugesund.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search