14.01.2020
Á bæjarráðsfundi í hádeginu í dag voru meðal annars rædd viðbótarsvefnrúmin í Herjólfi.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verða frekari tafir verða á afhendingu og uppsetningu þeirrar viðbótarsvefnrúma sem koma á fyrir um borð í skipinu þar sem framleiðandi þeirra er á eftir áætlun með framleiðsluna. Stefnt er að uppsetningu á síðari hluta febrúarmánaðar.
Niðurstaða bæjarráðs:
Bæjarráð óskar eftir því við Vegagerðina að allt kapp verði lagt á að þau útskiptanlegu svefnrými sem samið var um við smíði ferjunnar, verði kláruð hið allra fyrsta. Mesta þörfin fyrir svefnrými er yfir háveturinn þegar veður er sem verst.
Forsíðumynd: Helgi R. T.