Mánudagur 25. september 2023

Enn koma útköllin og því nóg að gera hjá Björgunarsveitinni

Aftur var útkall við Búhamar og þar fauk þak af kofa yfir hús sem lenti í næsta garði og út í hraun. Við það brotnaði grindverk og ljósastaur. Hér eru fleiri myndir af minni háttar tjónum. Engin meiriháttar tjón hafa orðið á eignum og engin slys á fólki. Austurbæinn virðist koma best út úr þessu óveðri. En sprungur hafa myndast víða í stórum gluggum í húsum um allan bæ. En eftir samtal við Arnór formann Björgunarsveitarinnar þá er nú komin yfir 70 verkefni og hefur hann ekki upplifað þennan fjölda verkefna áður. Aðeins virðist hafa dregist úr veðrinu en svo mun gefa aftur í og ná hámarki um 22:00 í kvöld. Tígull hefur fengið að fylgjast með Björgunarsveitinni að störfum í kvöld og það er aðdáunarvert hvernig þau vinna vel saman, allir hafa sitt hlutverk og gengur þetta því eins og í sögu. Þau eiga mikið hrós skilið.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is