búar eru enn hvattir til að vera ekki á ferðinni
14.02.2020 kl 12:20
Ennþá er hvasst í Vestmannaeyjum klukkan 12:20 vindhraði var 36 m/s en454 m/s í hviðum. Það hefur heldur lægt síðan í nótt en mesti vindhraði var 44 m/s.
Það er hálka á götum, krapi og mikil bleyta. Það sem af er nætur hafa komið upp 25 verkefni, sem björgunarsveit og lögregla hafa sinnt. Um er að ræða þaktjón, girðingar og ýmis önnur verkefni þessu tengt.
Samkvæmt veðurspá á veður að byrja að gang niður núna um hádegi. Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með tilkynningum sem settar verða inn á FB síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
Einnig munm við hjá Tígli uppfæra upplýsingar til bæjarbúa.