Herjólfur

Enn fjölgar uppsögnum á Herjólfi

Starfsmannahald Herjólfs er í miklu uppnámi þessa dagana eins og Tígull greindi frá fyrst, í kjölfar þess að yfirskipstjóri á sigldi með útrunnin réttindi og skráði aðra fyrir skipinu á meðan. Fyrir helgi sögðu stýrimaður og skipstjóri upp vegna málsins og samkvæmt heimildum Tíguls bættist við uppsagnirnar í gær og því ljóst að málinu er hvergi lokið. Í tilkynningu frá Herjólfi kemur fram að í dag, þriðjudag, verði hálftíma seinkun á seinni ferð Herjólfs vegna starfsmannafundar. Og fer hann því frá Vestmannaeyjum klukkan 16:30 og frá Þorlákshöfn kl 20:15.

Stjórn og framkvæmdarstjóri Herjólfs ohf. voru kölluð á fund bæjarráðs í gær, mánudag. Þar fóru þau yfir málefni félagsins og stöðu réttindamáls, að því marki sem hægt var að veita upplýsingar um málið. Arnar Pétursson, Arndís Bára Ingimarsdóttir, Guðlaugur Friðþórsson, Páll Guðmundsson og Aníta Jóhannsdóttir mættu fyrir hönd stjórnar. Auk þeirra fengu allir bæjarfulltrúar boð á fundinn.

„Bæjarstjórn skipar stjórn Herjólfs ohf. Samkvæmt hlutafélagalögum og samþykkt Herjólfs ohf., fer stjórn félagsins með æðsta vald í málefnum félagsins milli hluthafafunda. Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur félagsins. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. er Hörður Orri Grettisson.

Það er því skýrt kveðið á um í lögum og samþykktum félagsins að hluthafi fari eingöngu með vald sitt á hluthafafundum og stjórn félagsins og framkvæmdastjóri beri ábyrgð á málefnum félagsins þess á milli.

Félagaform Herjólfs ohf. er með þeim hætti að pólitískir fulltrúar stígi ekki inn í stjórnun eða starfsmannamál félagsins. Hins vegar getur hluthafi kallað eftir upplýsingum um starfsemina, innan þeirra marka er lög um hlutafélög, upplýsingalög og/eða önnur lög, eigi þau við, kveða á um,“ segir í fundargerð bæjarráðs.

Að lokinni kynningu Herjólfs ohf. Tók bæjarráð undir með stjórn félagsins um alvarleika málsins og mikilvægi þess að vinna það áfram með hagsmuni félagsins, starfsfólks og samfélagsins að leiðarljósi.

„Þá leggur bæjarráð áherslu á mikilvægi þess að ekki komi til skerðingar á þjónustu Herjólfs ohf., en fram kom í máli stjórnar að hún teldi svo ekki verða.“

Við þetta bætti Hildur Sólveig Sigurðardóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði eftirfarandi bókun. „Undirrituð leggur áherslu á góða upplýsingagjöf og samskipti stjórnar við eigendur, starfsmenn og aðra hlutaðeigandi.“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search